Þetta kemur fram í Flensburger Tageblatt í morgun. Handbolti.is greindi frá fyrstur íslenskra miðla.
Alexander hefur leikið með Löwen 2012 og tvisvar sinnum orðið þýskur meistari með liðinu. Samningur hans við Löwen átti að renna út eftir tímabilið.
Alexander er ætlað að fylla skarð Frank Samper hjá Flensburg en hann er frá keppni eftir að hafa slitið krossband í hné.
Alexander er nú staddur í Egyptalandi þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Ísland mætir Frakklandi í næsta leik sínum á morgun.