Handbolti

Gísli Þorgeir: Synd að sóknin skildi ekki fylgja með

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson reynir að brjótast fram hjá Cedrie Tynowski.
Gísli Þorgeir Kristjánsson reynir að brjótast fram hjá Cedrie Tynowski. epa/Petr Josek

Gísli Þorgeir Kristjánsson var að vonum súr eftir tapið fyrir Sviss, 20-18, á HM í Egyptalandi í dag.

„Ég er mjög svekktur. Við gáfum allt í leikinn og ég er ánægður með baráttuna og vörnina. Það var synd að sóknin skildi ekki fylgja með,“ sagði Gísli við Vísi eftir leik.

„Þetta er sárt. Þessi leikur var í járnum og hefði getað fallið hvoru megin sem var.“

Varnarleikur íslenska liðsins var til fyrirmyndar og ekkert undan honum að kvarta.

„Vörnin var frábær og við fengum bara tuttugu mörk. Það er leiðinlegt að það skildi ekki duga til sigurs,“ sagði Gísli.

Nikola Portner, markvörður Sviss, átti góðan leik og varði sautján skot, eða tæplega helming þeirra skota sem hann fékk á sig.

„Við komumst í góðar stöður en ég veit ekki hversu mörg dauðafæri fóru í súginn. Við þurfum að fara yfir leikinn. Oft á tíðum voru það dauðafærin sem fóru með þetta,“ sagði Gísli.

„Það komu kaflar þar sem við gerðum vel en svo aðrir þar sem þetta gekk ekki eins vel.“


Tengdar fréttir

„Þetta svíður svaka­lega“

Guðmundur Guðmundsson var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna í tveggja marka tapi gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Hann sagði að mörg smáatriði hafi ekki fallið með Íslandi sem hafi á endanum leitt til þess að liðið tapaði leiknum.

Unun að horfa á þessa baráttu

„Þetta svíður alveg svakalega,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, gráti nær eftir frábæran varnarleik gegn Andy Schmid og félögum í svissneska landsliðinu í dag, sem dugði ekki til. Sviss vann 20-18 sigur og Ísland er því enn með tvö stig eftir þrjá leiki í milliriðlakeppninni á HM.

„Verður erfitt að sofna í kvöld“

„Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.