Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 09:01 Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Simon Hofmann Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Frökkum í milliriðli á HM í Egyptalandi. Alexander er farinn heim af heimsmeistaramótinu vegna persónulegra ástæðna. Hann er þessa dagana að ganga frá félagsskiptum frá Rhein-Neckar Löwen til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010. Þetta þýðir að síðasti landsleikur Alexanders á HM endaði með rauðu spjaldi en hann var rekinn upp í stúku í byrjun síðari hálfleiks eftir brot á skyttu Svisslendinga. Bæði úrslitin (tveggja marka tap, 18-20) og brottreksturinn er ekki skemmtileg leið fyrir einn flottasta landsliðsmanns Íslands frá upphafi til að enda landsliðsferil sinn. Alexander Petersson sækir á vörn Portúgals á HM.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Þetta var 186. landsleikur Alexanders á ferlinum og hann hefur skorað í þeim 725 mörk. Alexander er á sínu þrettánda stórmóti og hefur alls skorað 318 mörk í 82 leikjum á þessum stórmótum sem eru sex Evrópumót, fimm heimsmeistaramót og tveir Ólympíuleikar. Alexander er aðeins einu marki frá því að jafna við Snorra Stein Guðjónsson (319 mörk) í þriðja sætinu yfir markahæsta leikmann Íslands á stórmótum. Stóra spurningin er hvort að þetta sé síðasti landsleikur Alexanders. Rétta svarið við því að mati undirritaðs er að svo má alls ekki vera. Glæsilegur landsliðsferill Alexanders má bara ekki enda á rauðu spjaldi. Alexander mun klára tímabilið með Flensburg liðinu en svo er ekki vitað um framhaldið. Hann mun halda upp á 41 árs afmælið sitt í sumar og það hlýtur því að styttast í það að skórnir fari upp á hillu. Alexander Petersson lætur vaða á markið á HM í Egyptalandi.EPA/Khaled Elfiqi Síðasta vonin gætu verið leikir í undankeppni EM í vor. Eins og staðan er núna þá er einn leikur settur á í mars og svo eru síðustu tveir leikirnir um mánaðamótin apríl-maí. Lokaleikur íslenska liðsins í undankeppninni er núna leikur við Ísrael sem hefur verið settu á 2. maí á Ásvöllum. Það er mín von að íslenska þjóðin fái tækifæri til að kveðja Alexander með fullu húsi á Ásvöllum. Hann á það svo sannarlega skilið. Hvort að Alexander sé tilbúinn í slíkt, hvort hann sé heilla eða hvort að kórónuveirufaraldurin leyfi slíka stund vitum við ekki í dag. Það mun skýrast á næstu mánuðum en vonandi sjáum við að minnsta kosti landsleik númer 187 hjá Alexander Petersson. HM 2021 í handbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Frökkum í milliriðli á HM í Egyptalandi. Alexander er farinn heim af heimsmeistaramótinu vegna persónulegra ástæðna. Hann er þessa dagana að ganga frá félagsskiptum frá Rhein-Neckar Löwen til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010. Þetta þýðir að síðasti landsleikur Alexanders á HM endaði með rauðu spjaldi en hann var rekinn upp í stúku í byrjun síðari hálfleiks eftir brot á skyttu Svisslendinga. Bæði úrslitin (tveggja marka tap, 18-20) og brottreksturinn er ekki skemmtileg leið fyrir einn flottasta landsliðsmanns Íslands frá upphafi til að enda landsliðsferil sinn. Alexander Petersson sækir á vörn Portúgals á HM.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Þetta var 186. landsleikur Alexanders á ferlinum og hann hefur skorað í þeim 725 mörk. Alexander er á sínu þrettánda stórmóti og hefur alls skorað 318 mörk í 82 leikjum á þessum stórmótum sem eru sex Evrópumót, fimm heimsmeistaramót og tveir Ólympíuleikar. Alexander er aðeins einu marki frá því að jafna við Snorra Stein Guðjónsson (319 mörk) í þriðja sætinu yfir markahæsta leikmann Íslands á stórmótum. Stóra spurningin er hvort að þetta sé síðasti landsleikur Alexanders. Rétta svarið við því að mati undirritaðs er að svo má alls ekki vera. Glæsilegur landsliðsferill Alexanders má bara ekki enda á rauðu spjaldi. Alexander mun klára tímabilið með Flensburg liðinu en svo er ekki vitað um framhaldið. Hann mun halda upp á 41 árs afmælið sitt í sumar og það hlýtur því að styttast í það að skórnir fari upp á hillu. Alexander Petersson lætur vaða á markið á HM í Egyptalandi.EPA/Khaled Elfiqi Síðasta vonin gætu verið leikir í undankeppni EM í vor. Eins og staðan er núna þá er einn leikur settur á í mars og svo eru síðustu tveir leikirnir um mánaðamótin apríl-maí. Lokaleikur íslenska liðsins í undankeppninni er núna leikur við Ísrael sem hefur verið settu á 2. maí á Ásvöllum. Það er mín von að íslenska þjóðin fái tækifæri til að kveðja Alexander með fullu húsi á Ásvöllum. Hann á það svo sannarlega skilið. Hvort að Alexander sé tilbúinn í slíkt, hvort hann sé heilla eða hvort að kórónuveirufaraldurin leyfi slíka stund vitum við ekki í dag. Það mun skýrast á næstu mánuðum en vonandi sjáum við að minnsta kosti landsleik númer 187 hjá Alexander Petersson.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira