Handbolti

Króatía og Ung­verja­land með sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Króatía vann góðan sigur í kvöld.
Króatía vann góðan sigur í kvöld. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany

Króatía og Ungverjaland unnu góða sigra í milliriðlum HM í handbolta nú rétt í þessu. Króatía lagði Barein 28-18 á meðan Ungverjar unnu Brasilíumenn, 29-23.

Í milliriðli eitt mættust Ungverjaland og Brasilía í dag. Ungverjar voru með yfirhöndina frá upphafi til enda og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, staðan þá 16-11. Þeir hleyptu Brasilíumönnum í raun aldrei inn í leikinn í síðari hálfleik þó munurinn hafi á farið niður í þrjú mörk um tíma.

Leikurinn endaði með sex marka sigri Ungverjalands, 29-23. Ungverjar eru því með fullt hús stiga í milliriðli sem stendur.

Króatía vann einkar öruggan 10 marka sigur á lærisveinum Halldórs Jóhanns Sigfússonar í Barein. Lokatölur 28-18 og Króatar sem stendur á toppi milliriðils tvö á meðan Barein situr á botninum.

Zlatko Horvat var markahæstur Króata með átta mörk.

Þá vann Kongó sinn fyrsta leik á HM en liðið keppir nú í Forsetabikarnum, þangað fara þau lið sem komust ekki í milliriðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×