Handbolti

Dagur og hans menn töpuðu gegn Argentínu

Sindri Sverrisson skrifar
Dagur Sigurðsson kom Japan í milliriðla og er liðið með eitt stig eftir jafntefli við Króatíu frá því í riðlakeppninni.
Dagur Sigurðsson kom Japan í milliriðla og er liðið með eitt stig eftir jafntefli við Króatíu frá því í riðlakeppninni. EPA-EFE/Hazem Gouda

Japan, undir stjórn Dags Sigurðssonar, er með eitt stig eftir þrjá af leikjum sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Argentínu í dag, 28-24.

Argentína tók frumkvæðið snemma leiks og var 17-13 yfir í hálfleik. Japanar voru því í eltingaleik allan leikinn og urðu að lokum að sætta sig við tap.

Federico Pizarro var markahæstur Argentínumanna með 10 mörk en Tatsuki Yoshino skoraði sex mörk fyrir Japan.

Argentína er nú með fjögur stig í 2. sæti milliriðils tvö, en í dag fara fram leikir Króatíu og Barein, og Danmerkur og Katar, í þessum riðli. Danmörk er með fjögur stig, Króatía þrjú, Katar tvö og Barein ekkert.

Í milliriðli eitt vann Pólland stórsigur gegn Úrúgvæ, 30-16. Pólverjar eru því með fjögur stig eftir þrjá leiki en Úrúgvæ án stiga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.