Fleiri fréttir

Gríðarleg vonbrigði gegn Slóveníu - myndir

Strákarnir okkar sýndu allt annað en sparihliðarnar gegn Slóveníu í kvöld. Þeir voru algjörlega heillum horfnir og töpuðu með tveimur mörkum, 32-34. Þeir halda því stigalausir í milliriðilinn í Novi Sad.

Frakkar fara stigalausir inn í milliriðilinn

Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka fara stigalausir inn í milliriðla á EM í handbolta í Serbíu eftir þriggja marka tap á móti Ungverjum, 23-26, í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.

Alexander: Held ég sé ekki í nógu góðu formi

"Þetta var mjög lélegt. Við vorum tilbúnir í leikinn en ég veit ekki hvað gerðist. Engin vörn og markvarsla og erfitt að koma til baka," sagði Alexander Petersson eftir tapið gegn Slóveníu í kvöld.

Kári: Hefðum getað nýtt færin okkar betur

"Þeir vinna okkur einn á einn í sóknarleiknum allan leikinn. Zorman dregur í sig mann og opnar fyrir hina. Boltinn endar svo oft niður í vinstra horni þar sem nýtingin hjá þeim er frábær í dag," sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem átti fína innkomu í íslenska liðið í dag en því miður dugði það ekki til.

Íslenska liðið lék sama leik og Slóvenar á HM 2007

Íslenska handboltalandsliðið lék sama leik og Slóvenar gerðu í kvöld þegar strákarnir okkar mættu Frökkum í lokaleik riðlakeppninni á HM í Þýskalandi 2007. Slóvenar gáfu íslenska liðinu tvö mörk í lokin til þess að sjá til þess að þeir tækju stigin úr leiknum með sér inn í milliriðlinn.

Slóvenar gáfu okkur tvö síðustu mörkin

Þótt ótrúlega megi virðast fengum við tvö síðustu mörk leiksins í gjöf frá slóvenska landsliðinu. Það gerðu þeir til að senda íslenska landsliðið ekki úr leik.

Spánverjar sendu Rússana heim

Spánn tryggði sér sigur í C-riðli með því að vinna Rússland með þriggja marka mun, 30-27, í lokaleik liðanna í riðlakeppninni á EM í handbolta í Serbíu í dag. Spánverjar töpuðu óvænt stigi á móti Ungverjum í leiknum á undan eftir að hafa unnið Heims- og Evrópumeistara Frakka i fyrsta leik.

Bogdan Wenta skallaði boltann á lokasekúndunum

Þjálfari pólska landsliðsins, Bogdan Wenta, reitti kollega sinn hjá danska landsliðinu, Ulrik Wilbek, til reiði með því að skalla boltann frá varamannabekk Pólverja á lokamínútu leiksins.

Niðurröðun leikja í milliriðli 1 liggur fyrir

Keppni í A- og B-riðlum lauk í gærkvöldi á Evrópumeistaramótinu í handbolta en þar komu Serbar og Þjóðverjar nokkuð á óvart með að fara áfram með fullt hús stiga - fjögur talsins.

Ásgeir Örn: Verðum að passa okkur á Slóvenum

Það er víða pottur brotinn á hóteli landsliðsins. Netið er lélegt upp á herbergjunum og kaffið er heldur ekki upp á margar loðnur eins og maðurinn sagði. Ásgeir Örn Hallgrímsson var þó búinn að finna réttu blönduna í gær.

Sverre: Snýst um að hausinn á okkur sé í lagi

Ljúfmennið Sverre Andreas Jakobsson drap tímann hóteli landsliðsins í gær með kaffibolla að spila tölvuleik í símanum. Fyrir framan hann lá þykk skólabók sem virkaði ekkert allt of spennandi.

Björgvin: Við erum að fara í alvöruleik gegn alvöruliði

Björgvin Gústavsson markvörður íslenska handboltalandsliðsins telur að íslenska liðið eigi mikið inni þrátt fyrir sigurinn gegn Noregi á miðvikudag. Björgvin og félagar hans mæta Slóvenum kl. 17.10 í lokaleiknum í riðlakeppninni á Evrópumeistaramótinu í Serbíu. "Við erum að fara í alvöru leik gegn alvöru liði,“ sagði Björgvin í gær fyrir æfingu íslenska liðsins.

Róbert: Skemmtilegra að hafa alla á móti sér

Róbert Gunnarsson línumaður íslenska handboltalandsliðsins fór á kostum í leiknum gegn Noregi á miðvikudaginn þar sem hann skoraði 9 mörk. Róbert og félagar hans í íslenska liðinu mæta liði Slóvena í lokaleiknum í riðlakeppninni og er Róbert ekki í vafa um að leikurinn verði gríðarlega erfiður.

Oddur tekinn inn í landsliðshópinn

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að velja Odd Gretarsson, hornamann úr liði Akureyrar, sem sextánda mann inn í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Slóveníu í dag.

Wilbek: Ég bara trúi þessu ekki

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, var nánast orðlaus eftir tap sinna manna fyrir Pólverjum á EM í handbolta í gær.

Jónas: Hárrétt að sleppa vítinu

Jónas Elíasson, alþjóðadómari í handbolta, segir að það sé enginn vafi á því að það hafi verið rétt ákvörðun að dæma ekki víti á Vigni Svavarsson í leik Íslands og Noregs á miðvikudagskvöldið.

Allt verður vitlaust í Vrsac

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari býst við átakaleik gegn Slóvenum í kvöld. Hann er ósáttur við varnarleikinn og markvörsluna í fyrstu leikjunum og segir að það verði að laga. Jafntefli dugir til að komast áfram með tvö stig.

Aron: Þetta er hreinn úrslitaleikur fyrir okkur

Aron Pálmarsson, skyttan unga, var þreytulegur en hress er við hittum á hann upp úr hádegi í gær. Aron átti magnaðan leik gegn Norðmönnum og lykilmaður í frábærum sigri íslenska liðsins.

Sverre: Varnarleikurinn mun batna

Sverre Jakobsson og félagar í íslensku vörninni hafa ekki alveg fundið taktinn og voru arfaslakir lengi vel í Noregsleiknum.

Láta öllum illum látum

Stuðningsmenn slóvenska landsliðsins eru algjörlega á heimsmælikvarða. Það eru fáar þjóðir, ef nokkrar, sem fá álíka stuðning frá sínu fólki. Um 2.000 Slóvenar eru mættir til Serbíu og þeim fjölgaði í leik tvö í riðlinum.

Makedónar unnu Tékka og skildu þá eftir í riðlinum

Makedónía er komið áfram í milliriðil á EM í handbolta í Serbíu eftir sex marka sigur á Tékkum, 27-21, í lokaumferð B-riðilsins í kvöld. Tékkar unnu Þjóðverja í fyrsta leik en sitja eftir í riðlinum eftir töp á móti Svíþjóð og Makedóníu.

Kemur Du Rietz til Löwen?

Guðmundur Guðmundsson gæti fengið góðan liðsstyrk til Rhein-Neckar Löwen í sumar en samkvæmt þýskum fjölmiðlum er Kim Ekdahl du Rietz, Svíinn öflugi, á leið til félagsins.

Michael Guigou ekki meira með Frökkum á EM

Hornamaðurinn öflugi, Michael Giugou, mun ekki spila meira með franska landsliðinu á EM í Serbíu vegna meiðsla. "Líkaminn getur ekki meir,“ skrifaði hann á heimasíðuna sína.

Slóvakar náðu jafntefli á móti Serbum

Serbar náðu ekki að vinna Slóvaka í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Serbíu en liðin gerðu 21-21 jafntefli í kvöld. Úrslit leiksins skiptu þó engu máli því Serbar voru komnir áfram með full hús inn í milliriðil á sama tíma og Slóvakar voru úr leik.

Guðjón Valur spilaði aftur allan leikinn

Guðjón Valur var aftur eini leikmaður íslenska landsliðsins sem spilaði hverja einustu sekúndu í leiknum gegn Noregi í gær - alveg eins og gegn Króatíu á mánudaginn.

Pólverjar unnu Dani - Danir stigalausir inn í milliriðilinn

Pólverjar unnu eins marka sigur á Dönum, 27-26, í lokaleik þjóðanna í A-riðli á EM í handbolta í Serbíu í dag en það má segja að þarna hafi verið á ferðinni fyrsti leikur liðanna í milliriðli. Bæði lið voru komin áfram og stigin úr leiknum fylgja þeim því inn í milliriðilinn. Danir fóru illa að ráði sínu í þessum leik því þeir náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleiknum og á lokakafla leiksins klúðruðu þeir góðri stöðu.

Þjóðverjar komnir áfram eftir öruggan sigur á Svíum

Þjóðverjar tryggðu sér sæti í milliriðli á EM í handbolta í Serbíu eftir öruggan fimm marka sigur á Svíum í dag, 29-24, en sænska landsliðið var þegar búið að tryggja sig áfram. Þjóðverjar fara hinsvegar með stigin úr þessum leik inn í milliriðilinn.

Pascal Hens ósáttur við bekkjarsetu

Pascal Hens, ein stærsta stjarna þýska handboltaheimsins undanfarin ár, sat allan leikinn á bekknum þegar að félagar hans í þýska landsliðinu unnu sigur á Makedóníu á þriðjudagskvöldið.

Frakkar sektaðir um þúsund evrur

EHF, Handknattleikssamband Evrópu, hefur sektað franska sambandið um þúsund evrur vegna þess að þjálfari Frakka, Claude Onesta, mætti ekki á blaðamannafund eftir leik sinna manna gegn Rússum í gær.

Adolf Ingi fór í kappát við Didier Dinart

Franska varnartröllið Didier Dinart hélt upp á 35 ára afmæli sitt í gær og fékk af því tilefni stærðarinnar afmælisköku á hóteli franska landsliðsins í Serbíu.

Norskur dómari: Skil dönsku dómarana mjög vel

Kjersti Arntsen, norskur handboltadómari sem hefur dæmt á stórmótum í handbolta, segir að dönsku dómararnir í leik Íslands og Noregs í gær hafi haft talsvert til síns mál þegar þeir dæmdu ekki víti á Vigni Svavarsson á lokamínútu leiksins í gær.

Robert Hedin: Þetta verður ekki mikið verra

Hinn sænski Robert Hedin, þjálfari norska landsliðsins, var vitanlega grútsvekktur eftir leikinn við Ísland í gær en strákarnir okkar höfðu nauman sigur, 34-32.

Sjá næstu 50 fréttir