Handbolti

Strákarnir æfa fyrir Slóveníuleikinn | Gamlir unnu unga í fótboltanum

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Kári Kristján skorar hér mark ungra í dag. Það dugði ekki til sigurs.
Kári Kristján skorar hér mark ungra í dag. Það dugði ekki til sigurs.
Strákarnir okkar eru þessa stundina á æfingu í Millenium-höllinni en þeir hafa verið á myndbandsfundum í dag. Strákarnir voru augljóslega fegnir að komast aðeins af hótelinu og fá aðeins að hrista úr sér Noregsleikinn frá því í gær.

Venju samkvæmt var byrjað í fótbolta þar sem ungir spiluðu við gamla. Hreiðar Levý og Þórir komu gömlum yfir með smekklegum mörkum. Rúnar Kárason sofandi í vörninni og Oddur Gretarsson ekki í neinu formi á milli stanganna.

Kári Kristján minnkaði muninn fyrir unga með afar laglegu marki og hann var ekki fjarri því að jafna skömmu síðar er þrumufleygur hans fór í slána. Nær komust ungir ekki og gamlir fögnuðu vel í leikslok.

Ástand leikmanna virðist almennt vera gott og allir ættu að vera klárir í slaginn stóra gegn Slóveníu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×