Handbolti

Láta öllum illum látum

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Stuðningsmenn Slóvena á tapleiknum gegn Króatíu í fyrrakvöld.
Stuðningsmenn Slóvena á tapleiknum gegn Króatíu í fyrrakvöld. Mynd/Vilhelm
Stuðningsmenn slóvenska landsliðsins eru algjörlega á heimsmælikvarða. Það eru fáar þjóðir, ef nokkrar, sem fá álíka stuðning frá sínu fólki. Um 2.000 Slóvenar eru mættir til Serbíu og þeim fjölgaði í leik tvö í riðlinum.

Það má því segja að Slóvenar verði svo gott sem á heimavelli í leiknum í kvöld. Þeirra fólk syngur, blístrar og lætur öllum illum látum frá fyrstu mínútu. Allir standa og líklega eru lög við því að fá sér sæti.

Lögregluyfirvöld í Vrsac hafa talsverðar áhyggjur af þessum mannskap og til að mynda eru rútur þeirra stöðvaðar við borgarmörkin og leitað í þeim. Vopnuð óeirðalögreglu stendur svo vaktina í kílómetraradíus og sér til þess að allt fari friðsamlega fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×