Handbolti

Aron: Vörnin og markvarslan er djók

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Aron er ekki sáttur við varnarleikinn og markvörsluna eins og fleiri.
Aron er ekki sáttur við varnarleikinn og markvörsluna eins og fleiri. mynd/vilhelm
Aron Pálmarsson var ekki upplitsdjarfur eftir tapið gegn Slóvenum rétt eins og félagar hans í íslenska landsliðinu.

"Það er algert djók hvernig vörnin og markvarslan er í þessu móti. Við fáum ekkert út úr þeim hlutum leiksins. Sóknarleikurinn var ágætur í fyrri hálfleik en mér fannst hann detta niður í seinni. Við erum að skora 32 mörk og það á að vera nóg gegn þessu liði," sagði Aron.

"Við mættum mjög vel undirbúnir í þennan leik og vissum við hverju var að búast. Engu að síður tókst okkur aftur að drulla upp á bak með vörnina og markvörsluna. Það er alveg óþolandi.

"Ég veit ekki hvað er í gangi hjá okkur. Við tölum endalaust og vitum alveg hvað er málið en einhvern veginn  förum við ekki í gang.

"Það gengur ekki í svona móti að það sé núll markvarsla. Því miður. Þetta er ekkert persónulegt gagnvart markvörðunum okkar. Þetta verður bara að lagast hjá okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×