Handbolti

Þýsku dómararnir dæma aftur hjá Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson ræðir við Lars Geipel eftir leikinn gegn Króatíu.
Guðmundur Guðmundsson ræðir við Lars Geipel eftir leikinn gegn Króatíu. Mynd/Vilhelm
Þýska dómaraparið sem dæmdi leik Íslands og Króatíu á mánudagskvöldið munu dæma viðureign Íslands og Slóveníu í kvöld.

Óvenjulegt er að sama parið dæmi svo leiki hjá sama liðinu í riðlakeppninni en þeir dæmdu síðast leik Spánar og Ungverjalands í C-riðli.

Þýsku dómararnir komust ágætlega frá síðasta leik Íslands en dæmdu reyndar umdeilt víti á íslensku vörnina þegar að Ivano Balic var við það að sleppa í gegn á lokamínútunni. Með vítinu komust Króatar í tveggja marka forystu og fóru langt með að tryggja sér sigurinn.

Það verður þó ekki við þá sakast enda réði mestu að markvörður Króata, Mirko Alilovic, varði nánast allt sem á markið kom á síðustu mínútum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×