Handbolti

Niðurröðun leikja í milliriðli 1 liggur fyrir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjóðverjar eru óvænt í lykilstöðu í milliriðli 1.
Þjóðverjar eru óvænt í lykilstöðu í milliriðli 1. Nordic Photos / Getty Images
Keppni í A- og B-riðlum lauk í gærkvöldi á Evrópumeistaramótinu í handbolta en þar komu Serbar og Þjóðverjar nokkuð á óvart með að fara áfram með fullt hús stiga - fjögur talsins.

Eftir leiki gærkvöldsins var leikjunum raðað niður á leiktíma og má sjá alla dagskrána með því að smella á hlekkinn hér neðst.

Pólland komst áfram með tvö stig og Svíþjóð og Makedónía eitt hvort. Mest kom þó á óvart að Danir, sem komust í úrslit á HM í Svíþjóð í fyrra, unnu aðeins einn leik í sínum riðli og fara því áfram með ekkert stig.

Milliriðill 1 fer fram í höfuðborginni Belgrad en milliriðill 2 í Novi Sad. Þar mun Ísland spila ef strákarnir komast áfram í milliriðlakeppnina. Það ræðst í kvöld.

Úrslit allra leikja og staða allra riðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×