Handbolti

Frakkar sektaðir um þúsund evrur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Claude Onesta, þjálfari franska liðsins.
Claude Onesta, þjálfari franska liðsins. Nordic Photos / AFP
EHF, Handknattleikssamband Evrópu, hefur sektað franska sambandið um þúsund evrur vegna þess að þjálfari Frakka, Claude Onesta, mætti ekki á blaðamannafund eftir leik sinna manna gegn Rússum í gær.

Þess í stað sendi Onesta aðstoðarþjálfara sinn en EHF skyldar alla þjálfara til að sækja blaðamannafundi eftir leik.

Frakkar unnu nokkuð þægilegan sigur á Rússum í gær, 28-24, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik. Liðið tapaði reyndar óvænt fyrir Spánverjum í fyrsta leik en Spánn náði svo ekki að fylgja eftir þeim sigri og gerði jafntefli við Ungverja í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×