Handbolti

Dönsku dómararnir búnir að horfa aftur á leikinn | Var ekki víti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Per Olesen í leiknum í gær.
Per Olesen í leiknum í gær. Mynd/Vilhelm
Per Olesen, annar dönsku dómaranna í leik Íslands og Noregs í gær, er nú þess fullviss að það hafi verið rétt ákvörðun að dæma ekki víti á Vigni Svavarsson á lokamínútu leiksins.

Norðmenn voru afar ósáttir við ákvörðunina enda lítið eftir af leiknum og Norðmenn marki undir. Vignir Svavarsson var í baráttu við Bjarte Myrhol, línumann norska liðsins, en sleppti honum þannig að sá síðarnefndi komst í færi og skaut að marki.

Björgvin Páll Gústavsson varði hins vegar frá honum, Ísland komst í sókn og tryggði sér tveggja marka sigur.

Eftir leikinn voru leikmenn, þjálfarar og aðrir Norðmenn hreinlega æfir vegna atviksins eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Dönsku dómararnir sögðu við norska fjölmiðla eftir leik að þeir töldu ákvörðun sína hafa verið rétta og nú eru þeir þess fullvissir.

„Við erum búnir að horfa á allan leikinn aftur og þá með sérstakri athygli á lokamínútuna," sagði Olesen í samtali við danska fjölmiðla. „Við getum nú endanlega staðfest að þetta átti ekki að vera vítakast. Hann var ekki rændur augljósu marktækifæri og þess vegna átti ekki að dæma víti."

„Ég er auðvitað glaður og okkur er létt. Ef um mistök hefði verið að ræða hefðum við auðvitað beðist afsökunar á því en þess gerist ekki þörf nú. Ég hef rætt við fjóra aðra dómara og þeir eru allir sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun."

Myndband af atvikinu og lýsingu norsks sjónvarpsmanns má sjá hér.


Tengdar fréttir

Robert Hedin: Þetta verður ekki mikið verra

Hinn sænski Robert Hedin, þjálfari norska landsliðsins, var vitanlega grútsvekktur eftir leikinn við Ísland í gær en strákarnir okkar höfðu nauman sigur, 34-32.

Dönsku dómararnir vissir | Þetta var aldrei víti

Dönsku dómararnir Lars Ejby Pedersen og Per Olesen voru í viðtali við norska fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi í gær og stóðu fast á sinni meiningu - þetta var ekki víti.

Norskur dómari: Skil dönsku dómarana mjög vel

Kjersti Arntsen, norskur handboltadómari sem hefur dæmt á stórmótum í handbolta, segir að dönsku dómararnir í leik Íslands og Noregs í gær hafi haft talsvert til síns mál þegar þeir dæmdu ekki víti á Vigni Svavarsson á lokamínútu leiksins í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×