Allt verður vitlaust í Vrsac Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar 20. janúar 2012 08:00 Guðmundur Guðmundsson og Ingimundur Ingimundarson á hliðarlínunni í Noregsleiknum. Mynd/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var léttur á brún daginn eftir sigurinn góða gegn Norðmönnum. Algjör lykilsigur hjá íslenska liðinu upp á framhaldið að gera á mótinu en íslenska liðinu dugir jafntefli til að komast áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. „Það var mjög gott að sofna eftir Noregsleikinn. Það var góð tilfinning að landa sigri í mjög erfiðum leik gegn Norðmönnum. Menn þurfa líka að fara að átta sig á því að það er þrautin þyngri að vinna Norðmenn. Það hafa síðustu fimm leikir gegn þeim sýnt og það er ekki hægt að tala Norðmenn niður. Öll liðin í þessu móti eru góð og allir leikir hrikalega erfiðir," sagði Guðmundur og hann veit manna best að leikurinn í kvöld verður gríðarlega erfiður. Slóvenar leggja allt í sölurnarMynd/Vilhelm„Það verður allt vitlaust hérna í þessum leik. Það verður troðfull höll af Slóvenum og þeir munu leggja allt í sölurnar. Þetta er stórhættulegur leikur og stórhættulegur andstæðingur. Slóvenar hafa sýnt í síðustu leikjum að þeir eru sterkir. Þeir leiddu með sex mörkum gegn Pólverjum um daginn, gerðu jafntefli við Danmörk og hafa svo heldur betur gert Króötum og Norðmönnum lífið leitt hér í Vrsac." Landsliðsþjálfarinn segir að margt beri að varast í leik Slóvenanna sem spila eins og stríðsmenn. Þeir hætta aldrei og spila alltaf af fullum krafti. „Þeir spila góða vörn, berjast eins og ljón og eru með virkilega góð hraðaupphlaup. Þeir eru klókir sóknarlega með sterkan miðjumann í Uros Zorman." Vörn og markvarsla ekki nógu góðMynd/VilhelmGuðmundur hefur ekki verið sáttur við allt í leik íslenska liðsins og segir að ýmislegt þurfi að laga fyrir átök kvöldsins. „Varnarleikurinn og markvarslan hefur ekki verið nógu góð. Það verður að laga. Við erum búnir að fara vel yfir varnarleikinn og það þarf að fá meiri ró yfir hlutina. Það er allt of mikill æðibunugangur á okkur. Menn vaða út á vitlausum tíma, hlaupandi úr stöðum og svo framvegis. Við verðum að fá ró og yfirvegun. Ef hún kemur þá erum við með þetta," segir Guðmundur en hann hefur verið gríðarlega ánægður með sóknarleik liðsins í síðustu tveim leikjum. Þurfum að vera klókirMynd/Vilhelm„Við verðum að vera klókir í sókninni gegn Slóvenum. Við erum með ákveðna taktík gegn þeim og prófuðum hluti gegn þeim í Danmörku á dögunum og munum halda því áfram. Sóknarleikurinn hefur verið frábær. Gegn Norðmönnum skoruðum við 18 mörk í 23 sóknum sem er ótrúleg nýting." Guðmundur veit að leikurinn verður erfiður. „Sigurinn á Noregi var gríðarlega mikilvægur en þessi riðill er mjög jafn. Það er ekkert í hendi og þetta er hreinn úrslitaleikur." Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var léttur á brún daginn eftir sigurinn góða gegn Norðmönnum. Algjör lykilsigur hjá íslenska liðinu upp á framhaldið að gera á mótinu en íslenska liðinu dugir jafntefli til að komast áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. „Það var mjög gott að sofna eftir Noregsleikinn. Það var góð tilfinning að landa sigri í mjög erfiðum leik gegn Norðmönnum. Menn þurfa líka að fara að átta sig á því að það er þrautin þyngri að vinna Norðmenn. Það hafa síðustu fimm leikir gegn þeim sýnt og það er ekki hægt að tala Norðmenn niður. Öll liðin í þessu móti eru góð og allir leikir hrikalega erfiðir," sagði Guðmundur og hann veit manna best að leikurinn í kvöld verður gríðarlega erfiður. Slóvenar leggja allt í sölurnarMynd/Vilhelm„Það verður allt vitlaust hérna í þessum leik. Það verður troðfull höll af Slóvenum og þeir munu leggja allt í sölurnar. Þetta er stórhættulegur leikur og stórhættulegur andstæðingur. Slóvenar hafa sýnt í síðustu leikjum að þeir eru sterkir. Þeir leiddu með sex mörkum gegn Pólverjum um daginn, gerðu jafntefli við Danmörk og hafa svo heldur betur gert Króötum og Norðmönnum lífið leitt hér í Vrsac." Landsliðsþjálfarinn segir að margt beri að varast í leik Slóvenanna sem spila eins og stríðsmenn. Þeir hætta aldrei og spila alltaf af fullum krafti. „Þeir spila góða vörn, berjast eins og ljón og eru með virkilega góð hraðaupphlaup. Þeir eru klókir sóknarlega með sterkan miðjumann í Uros Zorman." Vörn og markvarsla ekki nógu góðMynd/VilhelmGuðmundur hefur ekki verið sáttur við allt í leik íslenska liðsins og segir að ýmislegt þurfi að laga fyrir átök kvöldsins. „Varnarleikurinn og markvarslan hefur ekki verið nógu góð. Það verður að laga. Við erum búnir að fara vel yfir varnarleikinn og það þarf að fá meiri ró yfir hlutina. Það er allt of mikill æðibunugangur á okkur. Menn vaða út á vitlausum tíma, hlaupandi úr stöðum og svo framvegis. Við verðum að fá ró og yfirvegun. Ef hún kemur þá erum við með þetta," segir Guðmundur en hann hefur verið gríðarlega ánægður með sóknarleik liðsins í síðustu tveim leikjum. Þurfum að vera klókirMynd/Vilhelm„Við verðum að vera klókir í sókninni gegn Slóvenum. Við erum með ákveðna taktík gegn þeim og prófuðum hluti gegn þeim í Danmörku á dögunum og munum halda því áfram. Sóknarleikurinn hefur verið frábær. Gegn Norðmönnum skoruðum við 18 mörk í 23 sóknum sem er ótrúleg nýting." Guðmundur veit að leikurinn verður erfiður. „Sigurinn á Noregi var gríðarlega mikilvægur en þessi riðill er mjög jafn. Það er ekkert í hendi og þetta er hreinn úrslitaleikur."
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira