Handbolti

Björgvin: Við erum að fara í alvöruleik gegn alvöruliði

Björgvin Gústavsson markvörður íslenska handboltalandsliðsins telur að íslenska liðið eigi mikið inni þrátt fyrir sigurinn gegn Noregi á miðvikudag. Björgvin og félagar hans mæta Slóvenum kl. 17.10 í lokaleiknum í riðlakeppninni á Evrópumeistaramótinu í Serbíu. „Við erum að fara í alvöru leik gegn alvöru liði," sagði Björgvin í gær fyrir æfingu íslenska liðsins.

„Við erum búnir að fylgjast með þeim á þessu móti. Þeir stóðu í Norðmönnum og Króötum fram á síðustu mínútu. Þeir hafa ekki verið ánægðir með dómgæslu og fleira. Þeir verða með fulla höll á bak við sig og ef við erum eitthvað værukærir eða ekki tilbúnir þá rúlla þeir yfir okkur. Við þurfum að vera 100% klárir og einbeittir. Þeir eru ekkert ólíkir okkur, brjálaðir stríðsmenn sem gefast ekki upp. Baráttuhundar með mikla hæfileika. Markvörðurinn er mjög góður og miðjumaðurinn líka. Þetta er frábært," segir Björgvin m.a. í viðtalinu sem Henry Birgir Gunnarsson tók í Serbíu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×