Handbolti

Alexander: Held ég sé ekki í nógu góðu formi

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Alexander hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í Serbíu.
Alexander hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í Serbíu. mynd/vilhelm
"Þetta var mjög lélegt. Við vorum tilbúnir í leikinn en ég veit ekki hvað gerðist. Engin vörn og markvarsla og erfitt að koma til baka," sagði Alexander Petersson eftir tapið gegn Slóveníu í kvöld.

"Ég skil þetta ekki alveg og veit ekki hvað ég á að segja. Við vorum hægir í vörninni og þeir fintuðu okkur upp úr skónum."

Alexander hefur ekki verið nema skugginn af sjálfum sér í Serbíu og alls ekki leikið af þeim styrkleika sem hann getur.

"Ég er ekki alveg í lagi. Ég held ég sé ekki í nógu góðu formi. Ég spila öðruvísi vörn hjá Berlin og ég á erfitt með að átta mig á því af hverju ég er ekki betri en þetta.Ég er alltaf að reyna en þetta er erfitt hjá mér núna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×