Handbolti

Robert Hedin: Þetta verður ekki mikið verra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hedin trúði ekki eigin augum í gær.
Hedin trúði ekki eigin augum í gær. Mynd/Vilhelm
Hinn sænski Robert Hedin, þjálfari norska landsliðsins, var vitanlega grútsvekktur eftir leikinn við Ísland í gær en strákarnir okkar höfðu nauman sigur, 34-32.

Sérstaklega var hann ósáttur við dönsku dómarana sem dæmdu leikinn því hann vildi fá víti þegar að Bjarte Myrhol skaut að marki þegar 30 sekúndur voru til leiksloka. En ekkert var dæmt, Björgvin Páll varði og Ísland tryggði sér sigur með marki í lokasókninni.

„Þetta verður ekki mikið verra en þetta. Það er mikil synd að svo reyndir dómarar geri svona mistök og svona miklir heiglar."

Norðmenn voru með þriggja marka forystu þegar tíu mínútur voru til leiksloka en Ísland vann samt tveggja marka sigur. „Nei, svona eru allir leikirnir á EM. Það sveiflast frá fjórum mörkum í plús til tveggja marka í mínus. Liðin hér eru svo jöfn," sagði hann.


Tengdar fréttir

Tíu frábærar mínútur dugðu til

Strákarnir okkar voru slakir gegn Norðmönnum í gær en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að kreista út tveggja marka sigur. Ísland er því enn á lífi og á góðan möguleika á að komast með stig í milliriðil.

Róbert: Ætlaði að standa mig í dag

Línumaðurinn Róbert Gunnarsson átti algjörlega stórbrotinn leik á línunni hjá íslenska liðinu í kvöld. Hann skoraði úr öllum níu skotum sínum í leiknum og fiskaði þess utan tvö vítaskot.

Ísland má mögulega tapa fyrir Slóveníu í dag

Eins og venja er þegar fram undan er lokaumferð riðlakeppninnar á stórmóti í handbolta er við hæfi að rýna í tölurnar og spá í spilin um möguleika íslenska liðsins.

Arnór: Við tókum bara Króatana á þetta

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, og Arnór Atlason voru ánægðir með sigurinn á Norðmönnum í gærkvöldi enda leit þetta ekki alltof vel út þegar Norðmenn voru komnir fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik.

Alexander: Við neituðum að gefast upp

"Ég veit ekki alveg hvernig við fórum að þessu. Við bara neituðum að gefast upp og gáfum allt sem við áttum í þennan leik til enda," sagði baráttujaxlinn Alexander Petersson eftir sigurinn ótrúlega gegn Norðmönnum.

Strákarnir unnu síðustu tíu mínúturnar 7-2 - myndir

Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sinn fyrsta sigur á EM í handbolta í Serbíu með því að vinna Norðmenn 34-32 í kvöld en Norðmenn voru 27-30 yfir þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Íslenska liðið vann lokakafla leiksins 7-2 og fögnuðu strákarnir gríðarlega í leikslok.

Björgvin: Baráttan og íslenska hjartað vann þennan leik

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti ekki sinn besta leik í kvöld en hann steig heldur betur upp þegar mest á reyndi. Varði tvö síðustu skot Norðmanna og Ísland fylgdi þeirri markvörslu eftir með mörkunum sem skildi á milli.

Mamelund: Við áttum að fá víti í lokin

Norðmaðurinn Erlend Mamelund átti magnaðan leik fyrir Norðmenn í dag en því miður fyrir hann þá dugði það ekki til sigurs fyrir Norðmenn að þessu sinni.

Dönsku dómararnir vissir | Þetta var aldrei víti

Dönsku dómararnir Lars Ejby Pedersen og Per Olesen voru í viðtali við norska fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi í gær og stóðu fast á sinni meiningu - þetta var ekki víti.

Vignir: Maður hálfvorkennir Norðmönnunum

Vignir Svavarsson hefur komið sterkur inn í íslenska liðið á EM og hann skoraði ótrúlega dýrmætt mark úr hraðaupphlaupi undir lokin sem fór langleiðina með að tryggja íslenska liðinu sigur í leiknum gegn Noregi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×