Handbolti

Róbert: Skemmtilegra að hafa alla á móti sér

Róbert Gunnarsson línumaður íslenska handboltalandsliðsins fór á kostum í leiknum gegn Noregi á miðvikudaginn þar sem hann skoraði 9 mörk. Róbert og félagar hans í íslenska liðinu mæta liði Slóvena í lokaleiknum í riðlakeppninni og er Róbert ekki í vafa um að leikurinn verði gríðarlega erfiður.

„Það verður erfiður leikur, þeir stóðu heldur betur í Króatíu og Noregi. Við þurfum að hafa okkur alla við. Þeir hafa klúðrað niður góðu forskoti og unnið upp mikið forskot. Þeir hætta aldrei og eru með góðan liðsanda., flottir strákar og góðir handboltamenn. Við værum mjög vitlausir að fara ofmeta okkur gegn þeim. Það verður stemning í höllinni, þeir eru nánast á heimavelli. Það er skemmtilegra að hafa alla á móti sér en að hafa enga stemningu. Okkur hlakkar bara til að fara í þennan leik, höllin er æðisleg, eins og hringleikjahús, maður kemst bara í Gladiatorfíling, og allir brjálaðir í stúkunni," sagði Róbert í viðtalinu sem Henry Birgir Gunnarsson tók í Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×