Sérfræðingur á TV2 blótaði dönsku dómurunum | Til fjandans með ykkur! Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2012 09:32 Robert Hedin þjálfari og Ole Erevik markvörður voru bálreiðir eftir leikinn í gær. Nordic Photos / AFP Leikmenn og þjálfari norska landsliðsins voru algjörlega trítilóðir út í dönsku dómarana eftir tapið gegn Íslandi í gær. Vildu þeir meina að brotið hefði verið á Bjarte Myrhol línumanni þegar um 30 sekúndur voru til leiksloka og staðan 33-32. En í stað þess að dæma víti varði Björgvin Páll skot Myrhol, Ísland brunaði í sókn og skoraði á lokasekúndum leiksins. Einn þeirra sem missti algjörlega stjórn á skapi sínu var sérfræðingur norsku TV2-sjónvarpsstöðvarinnar sem sýndi leikinn beint. Sá heitir Harald Bredeli.Smelltu hér til að heyra upptöku af þessu. „Augljósasta víti handboltasögunnar," sagði hann eftir að dönsku dómararnir ákváðu að dæma ekki víti. „Nei! Nei! Nei! Nei! Danir - þetta er víti! Með hvaða liði haldið þið eiginlega," öskraði hann svo. Svo eftir að leikurinn var flautaður af lét hann móðan mása. „Þetta er með ólíkindum! Enn og aftur fer þetta til helvítis gegn Íslandi. Við gerðum líka mistök - Espen Lie Hansen skaut boltanum frá sér. En dönsku dómararnir - guð minn góður. Til fjandans með ykkur!" „Afsakið orðbragðið en það var tekið af okkur víti sem hefði getað tryggt okkur sæti í milliriðlunum. Þetta er skandall. Þetta er dómaraskandall. Þetta var augljóst víti." Bredeli baðst svo aftur sérstaklega afsökunar á vef TV2 eftir útsendinguna og sagðist harma það sem hann sagði, þó svo að hann hafi ekki breytt um skoðun. „Maður getur ekki sagt hvað sem er," sagði hann. Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Leikmenn og þjálfari norska landsliðsins voru algjörlega trítilóðir út í dönsku dómarana eftir tapið gegn Íslandi í gær. Vildu þeir meina að brotið hefði verið á Bjarte Myrhol línumanni þegar um 30 sekúndur voru til leiksloka og staðan 33-32. En í stað þess að dæma víti varði Björgvin Páll skot Myrhol, Ísland brunaði í sókn og skoraði á lokasekúndum leiksins. Einn þeirra sem missti algjörlega stjórn á skapi sínu var sérfræðingur norsku TV2-sjónvarpsstöðvarinnar sem sýndi leikinn beint. Sá heitir Harald Bredeli.Smelltu hér til að heyra upptöku af þessu. „Augljósasta víti handboltasögunnar," sagði hann eftir að dönsku dómararnir ákváðu að dæma ekki víti. „Nei! Nei! Nei! Nei! Danir - þetta er víti! Með hvaða liði haldið þið eiginlega," öskraði hann svo. Svo eftir að leikurinn var flautaður af lét hann móðan mása. „Þetta er með ólíkindum! Enn og aftur fer þetta til helvítis gegn Íslandi. Við gerðum líka mistök - Espen Lie Hansen skaut boltanum frá sér. En dönsku dómararnir - guð minn góður. Til fjandans með ykkur!" „Afsakið orðbragðið en það var tekið af okkur víti sem hefði getað tryggt okkur sæti í milliriðlunum. Þetta er skandall. Þetta er dómaraskandall. Þetta var augljóst víti." Bredeli baðst svo aftur sérstaklega afsökunar á vef TV2 eftir útsendinguna og sagðist harma það sem hann sagði, þó svo að hann hafi ekki breytt um skoðun. „Maður getur ekki sagt hvað sem er," sagði hann.
Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira