Fleiri fréttir

Manchester United sendi rússneska félaginu samúðarskeyti

Forráðamenn Manchester United hafa sent samúðarskeyti til rússneska íshokkífélagsins Lokomotiv Yaroslavl sem missti 36 leikmenn og þjálfara í flugslysi í vikunni. Slysið hefur kallað fram gamlar minningar frá Munchen-slysinu þar sem United missti marga frábæra leikmenn.

Dalglish: Coates fær tíma til að aðlagast

Kenny Dalglish segir að varnarmaðurinn Sebastian Coates fái nægan tíma til að aðlagast sínu nýja lífi hjá Liverpool í Englandi. Félagið keypti Coates á dögunum frá Nacional í heimalandi hans, Úrúgvæ.

Forssell samdi við Leeds

Finnski sóknarmaðurinn Mikael Forssell, fyrrum samherji Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, er kominn aftur í ensku knattspyrnuna því hann hefur samið við enska B-deildarliðið Leeds.

David de Gea: Kom á óvart hvað Sir Alex er vingjarnlegur

David de Gea ætlar að njóta lífsins hjá Manchester United og segist alveg þola það að fá smá gagnrýni á sig. De Gea hefur fengið að heyra það fyrir frammistöðu sína í fyrstu leikjum Manchester United en það hefur þó ekki komið að sök því liðið hefur unnið alla leiki sína með spænska markvörðinn innanborðs.

Joe Cole: Ætla spila mig inn í enska landsliðið hjá Lille

Joe Cole ætlar að spila sig aftur inn í enska landsliðið en hann er á láni hjá frönsku meisturunum Lille eftir að Liverpool vildi ekkert með hann hafa. Cole sem er 29 ára gamall fékk aðeins níu byrjunarliðsleiki hjá Liverpool á síðustu leiktíð.

Petr Cech og David Luiz verða báðir með Chelsea á laugardaginn

Chelsea hefur staðfest það að Tékkinn Petr Cech og Brasilíumaðurinn David Luiz munu báðir snúa til baka eftir meiðsli og spila með Chelsea-liðinu á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Cech hefur misst af síðustu tveimur leikjum en David Luiz er ekkert búinn að spila á tímabilinu.

Eigandi QPR vill fá Beckham

Tony Fernandes, nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins QPR, hefur verið duglegur að fá nýja leikmenn til liðs við félagið og nú hefur hann beint sjónum sínum að David Beckham.

Mertesacker: Eins og fyrsti skóladagurinn

Þýski varnarmaðurinn Per Mertesacker er orðinn mjög spenntur fyrir því að hefja störf hjá nýju félagi, Arsenal, en hann var keyptur til liðsins frá Werder Bremen í Þýskalandi.

Meireles: Áhugi Villas-Boas kveikti í mér

Raul Neireles, sem gekk í raðir Chelsea frá Liverpool fyrir viku síðan, segir í viðtali á heimasíðu fyrrnefnda félagsins að hann hafi aldrei lýst því yfir að hann vildi fara frá Liverpool.

Samir Nasri handarbrotnaði í leik með franska landsliðnu

Samri Nasri braut bein í hendi í leik með franska landsliðinu á móti Rúmeníu í undankeppni EM í gær en þetta kemur fram í enskum miðlum. Það er samt ekki ljóst hvenær nákvæmlega Nasri meiddist í leiknum en hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og kláraði leikinn án sjáanlegra vandræða.

Ferguson um Sneijder: Aðeins Xavi og Iniesta eru jafnokar Scholes

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tjáði sig um Hollendinginn Wesley Sneijder á blaðamannafundi í dag en Sneijder hefur verið orðaður við Manchester United í langan tíma. Nú síðasta halda menn því fram að enska félagið kaupi hann í janúarglugganum.

Petr Cech er aftur farinn að æfa á fullu með Chelsea

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech er kominn á fullt eftir hnémeiðslin sem hann varð fyrir á æfingu í síðasta mánuði. Cech tók þátt í æfingu Chelsea-liðsins í dag og ætti að geta spilað á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Beckham verður ekki liðsfélagi Heiðars í QPR

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins QPR hafa vísað því á bug að David Beckham sé á leið til félagsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson fær því ekki tækifæri til þess að leika með hinum 36 ára gamla leikmanni sem er á mála hjá bandaríska liðinu LA Galaxy. Samningur Beckham rennur út í nóvember á þessu ári þegar keppnistímabilinu lýkur í bandarísku MLS deildinni.

Stjórnarformaður Man City í slæmum málum

Garry Cook, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, virðist hafa komið sér í veruleg vandræði sem gætu kostað hann starfið. Cook er grunaður um að hafa sent mjög óviðeigandi tölvupóst á móður varnarmannsins Nedum Onuoha en hún glímir við krabbamein.

Raul Meireles: Fólkið kallar mig Júdas

Raul Meireles, nýr leikmaður Chelsea og fyrrum leikmaður Liverpool, heldur því fram að peningar hafi engu máli skipt þegar hann óskaði eftir því að vera seldur til Lundúna í síðustu viku. Stuðningsmenn Liverpool hafa margir brugðist illa við þessum fréttum og kallað leikmanninn Júdas.

Gerrard: Ætlum að vera enn með í titilbaráttunni þegar tíu leikir eru eftir

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gerir kröfur um það að Liverpool-liðið komst í Meistaradeildina og að liðið verði enn með í titilbaráttunni þegar tíu leikir eru eftir af tímabilinu. Fyrirliði Liverpool vonast til að snúa til baka í liðið um miðjan september en liðið hefur unnið þrjá af fjórum fyrstu leikjum tímabilsins án hans.

Wilshere frá í þrjá mánuði

Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, verður frá keppni í minnsta kosti þrjá mánuði en leikmaðurinn hefur ekki enn tekið þátt í leik með félagsliði sínu á tímabilinu.

Smalling vill frekar spila í miðvarðarstöðunni

Chris Smalling lék sinn fyrsta landsleik fyrir England á föstudag. Smalling var í hægri bakverðinum og stóð sig vel þar rétt eins hann hefur leikið vel í sömu stöðu með Man. Utd í vetur.

Capello: Ég vel leikmenn en ekki nöfn

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur varað miðjumanninn Frank Lampard við því að hann eigi á hættu að tapa sæti sínu í enska landsliðinu varanlega. Þó svo Lampard sé heill heilsu var hann settur á bekkinn á föstudag. Það hefur ekki gerst áður.

Gerrard ætlar að þagga niður í efasemdarmönnunum

Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, er á góðum batavegi og segist sjaldan eða aldrei hafa liðið jafn vel og hann ætlar að sanna fyrir efasemdarmönnum að hann sé enn einn af betri leikmönnum enska úrvalsdeildarinnar.

Van der Vaart frá í sex vikur

Tottenham varð fyrir áfalli í gær þegar ljóst var að Hollendingurinn Rafael van der Vaart spilar ekki fótbolta næstu sex vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Man. City á dögunum.

Leiðir Blackburn og Diouf skiljast - allir ánægðir

Senegalinn El Hadji Diouf hefur verið leystur undan samningi hjá félagi sínu Blackburn Rovers. Félagið komst að samkomulagi við Diouf þess efnis í gærkvöld og framherjinn getur hafið leit sína að nýju félagi.

Er Arsene Wenger að safna fyrirliðum hjá Arsenal?

Arsenal var í aðalhlutverki á lokadegi félagsskiptagluggans í gær en Arsene Wenger náði í fimm nýja leikmenn áður en glugginn lokaði. Þrír af þessum fimm leikmönnum eru eða voru fyrirliðar í sínum liðum og þar með eru níu fyrirliðar sem spila með Arsenal-liðinu í dag. Hollendinginn Robin van Persie, sem ber fyrirliðaband Arsenal, er einn þeirra þótt að hann sé ekki fyrirliði síns landsliðs.

Jordan Henderson skoraði í stórsigri Englendinga á Aserum

Englendingar unnu 6-0 sigur á Aserbaídsjan í hinum leiknum í riðli íslenska 21 árs landsliðsins í undankeppni Em 2013. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool og fyrirliði enska liðsins, skoraði þriðja mark liðsins í leiknum.

Var Crouch neyddur til að yfirgefa Tottenham?

Samkvæmt enska veðmiðlinum the Mirror var Peter Crouch neyddur til að yfirgefa Tottneham Hotspurs í félagsskiptaglugganum í gær, en leikmaðurinn gekk í raðið Stoke City.

Sjá næstu 50 fréttir