Enski boltinn

Samir Nasri handarbrotnaði í leik með franska landsliðnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri í leik með Frökkum á móti Albaníu.
Samir Nasri í leik með Frökkum á móti Albaníu. Mynd/AFP
Samri Nasri braut bein í hendi í leik með franska landsliðinu á móti Rúmeníu í undankeppni EM í gær en þetta kemur fram í enskum miðlum. Það er samt ekki ljóst hvenær nákvæmlega Nasri meiddist í leiknum en hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og kláraði leikinn án sjáanlegra vandræða.

Fyrstu fréttir af málinu voru að Nasri hafi puttabrotnað en forráðamenn City munu vita meira þegar Nasri snýr til baka til Manchester seinna í dag og fer í gegnum ítarlega skoðun hjá læknum liðsins.

Samir Nasri byrjaði frábærlega í búningi Manchester City þegar hann lagði upp þrjú mörk fyrir félaga sína í 5-1 sigri á Tottenham á White Hart Lane. City keypti Nasri á 24 milljónir punda frá Arsenal á dögunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×