Fleiri fréttir

Liverpool er að hluta í eigu LeBron James

LeBron James, einn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur keypt hlut í enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. James, sem leikur með Miami Heat, kaupir hlutinn í hinu sögufræga fótboltaliði í gegnum nokkuð flókna viðskiptafléttu þar sem John Henry aðaleigandi Liverpool er samstarfsaðili LeBron James. Það er því ljóst að stuðningsmenn enska liðsins sem búsettir eru í Cleveland gætu átt í vandræðum með að styðja við liðið eftir fregnir kvöldsins.

Lennon léttir af sér á Twitter

Aaron Lennon verður líklega tekinn á teppið hjá Harry Redknapp, stjóra Tottenham, fyrir Twitter-færslur sínar í dag.

Balotelli hent út af strippbúllu

Ítalinn Mario Balotelli heldur uppteknum hætti og er duglegur að koma sér í blöðin fyrir vafasama hegðun. Að þessu sinni tengist málið nektardansstað.

Coca-Cola sparkar Wayne Rooney

Drykkjarvöruframleiðandinn Coca-Cola hefur endanlega gefist upp á enska framherjanum Wayne Rooney og mun ekki nota hann aftur í auglýsingum sínum.

Agger spilar ekki meira á þessu tímabili

Daniel Agger, varnarmaður Liverpool, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla á hné. Agger meiddist í leiknum gegn WBA um síðustu helgi.

Rooney kennir myndatökumanninum um blótsyrðin

Áfrýjunarnefnd enska knattspyrnusambandsins mun taka fyrir mál Wayne Rooney í dag en aganefndin dæmdi hann í tveggja leikja bann fyrir að öskra blótsyrði i sjónvarpsmyndavél eftir að hann fullkomnaði þrennuna gegn West Ham.

Eigandi Liverpool: Dýr hópur en lítil gæði

John W. Henry, eigandi Liverpool, segir að ýmislegt hafi komið sér á óvart hjá Liverpool. Meðal annars hvað félagið skuldar mikið og hversu lítil breidd sé í leikmannahópi félagsins.

Higginbotham frá í hálft ár

Stoke City varð fyrir miklu áfalli í dag er í ljós kom að varnarmaðurinn mun ekki geta spilað næstu sex mánuðina eftir að hafa skaddað liðbönd í hné.

Rio æfði með Man. Utd í morgun

Rio Ferdinand er byrjaður að æfa með Man. Utd á nýjan leik en hann tók þátt í æfingu liðsins í morgun. Wayne Rooney æfði ekki fyrstu 15 mínúturnar en það var líklega viljandi gert hjá Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd.

Wayne Rooney búinn að áfrýja banninu

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, sem í gær var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir ljótt orðbragð sitt í fagnaðarlátum sínum um á móti West Ham um síðustu helgi, hefur ákveðið að áfrýja banninu sem honum finnst vera of hörð refsing.

Sir Alex: Mourinho verður að bíða eftir Man. United starfinu

José Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur aldrei reynt að fela mikið áhuga sinn á því að taka við af Sir Alex Ferguson hjá Manchester United og Portúgalinn lét líka hafa það eftir sér á dögunum að hann eigi sitthvað óklárað í enska boltanum. Mourinho er nú að klára fyrsta árið í þriggja ára samningi hjá Real Madrid og gæti þurft að efna hann ætli hann sér að fá tækifæri til að komast í stjórastólinn á Old Trafford.

Leikmannasamtökin ósátt með kæruna á Rooney

Gordon Taylor, yfirmaður leikmannasamtakanna í enska fótboltanum, er ekki sáttur með þá ákvörðun aganefndar enska sambandsins að kæra Wayne Rooney fyrir blótsyrði sín í myndavélina í 4-2 sigri Manchester United á West Ham á Upton Park á laugardaginn.

Hinir sex útvöldu á Englandi

Breska blaðið Daily Mail telur sig hafa heimildir fyrir því hvaða sex leikmenn koma til greina í kjöri á leikmanni ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Grant dæmdur í tveggja leikja bann

Það eru fleiri en Wayne Rooney á leið í bann því aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur dæmt Avram Grant, stjóra West Ham, í tveggja leikja bann fyrir ummæli sem féllu eftir bikarleikinn gegn Stoke um miðjan síðasta mánuð.

Redknapp: Kemur ekki til greina að selja Bale

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að Gareth Bale sé algjör lykilmaður í uppbyggingu Tottenham en félagið ætlar að festa sig í sessi sem eitt af fjórum bestu liðum Englands.

Rooney gæti fengið þriggja leikja bann ef United áfrýjar

Forráðamenn Man. Utd velta nú fyrir sér hvort það sé gáfulegt fyrir félagið að áfrýja dómi aganefndar sem hefur dæmt Wayne Rooney í tveggja leikja bann fyrir munnsöfnuð í myndavél er hann skoraði gegn West Ham.

Pardew vill halda Barton

Alan Pardew, stjóri Newcastle, vill alls ekki missa miðjumanninn Joey Barton frá félaginu og ætlar að gera sem í sínu valdi stendur til þess að halda honum.

Fabregas slapp ómeiddur úr bílslysi í dag

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, lenti í bílslysi á leiðinni á æfingu í dag en slapp ómeiddur alveg eins og ökumaður hinnar bifreiðarinnar. Fabregas lét þetta bílslys ekki mikið á sig fá og mætti strax á eftir á æfingu hjá Arsenal.

Wayne Rooney kærður og fær tveggja leikja bann

Wayne Rooney mun fá refsingu fyrir fagnaðarlæti sín á móti West Ham um helgina en hann fór þá með ljót blótsyrði beint fyrir framan myndavélina eftir að hann innsiglaði þrennu sína í leiknum. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur ákveðið að taka málið fyrir.

Mancini stefnir á annað sætið

Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að sitt lið hafi alla burði til þess að ná öðru sætinu í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Lið vikunnar í enska boltanum

Það voru margir að gera það gott í enska boltanum um helgina en leikmennirnir í liði vikunnar koma frá níu liðum.

Leikjaniðurröðunin fer í taugarnar á Wenger

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er allt annað en sáttur við leikjaniðurröðunina á lokaspretti ensku úrvalsdeildarinnar og segir að hún hafi mikil áhrif á möguleika Arsenal á að verða meistari.

Martraðatímbil Eiðs Smára

Eiður Smári Guðjohnsen sat enn á ný á varamannabekknum er lið hans, Fulham, vann 3-0 sannfærandi sigur á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bekkjarseta Eiðs Smára sætir varla tíðindum lengur sem eitt og sér hljóta að teljast skelfileg tíðindi fyrir íslenska knattspyrnu.

Verður Gerrard frá út tímabilið?

Sögusagnir eru uppi um að tímabilinu hjá Steven Gerrard sé lokið eftir að meiðsli í nára tóku sig upp á ný á æfingu með Liverpool á föstudag. Hann fór í aðgerð vegna þessara meiðsla í lok mars og hefur síðan þá ekkert leikið með liðinu.

Moyes hótar að yfirgefa Everton

Knattspyrnustjóri Everton, David Moyes, hótar að yfirgefa liðið fari svo að liðið eignist ekki nýja eigendur í sumar sem eru tilbúnir til að veita honum stuðning á leikmannamarkaðinum.

Wenger vill ekki dvelja við vonbrigðin

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, segir að lið sitt megi ekki dvelja frekar við vonbrigðin sem dunið hafa á liðinu að undanförnu. Arsenal gerði 0-0 jafntefli við Blackburn í gær og er nú sjö stigum á eftir Manchester United í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Ince rekinn frá Notts County

Paul Ince er hættur sem knattspyrnustjóri hjá Notts County. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð og hefur ekki skorað mark úr opnum leik í síðustu átta leikum. Liðið er nú í 19. sæti í ensku c-deildinni og er í fallbaráttu.

Tímabilið líklega búið hjá Hutton

Bakvörðurinn Alan Hutton hjá Tottenham þarf að fara að hnéaðgerð sem þýðir að tímabilið er líklega búið hjá þessum skoska varnarmanni. Hutton hefur verið í byrjunarliðinu hjá Tottenham í vetur en bætist nú á langan meiðslalista hjá Lundrúnarliðinu.

Verður Rooney dæmdur í bann fyrir munnsöfnuð?

Wayne Rooney gæti verið á leiðinni í leikbann því enska knattspyrnusambandið mun taka fyrir á morgun hvort að Rooney eigi skilið að fara í bann fyrir munnsöfnuð sem hann lét dynja yfir myndavél eftir að hann skoraði þrennu gegn West Ham í gær. Manchester United vann leikinn 4-2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

City lék sér að Sunderland

Manchester City lék sér að Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag og vann öruggan sigur, 5-0. City er þar með komið í vænlega stöðu með að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.

Eiður Smári vermdi tréverið í sigri Fulham

Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í sigri Fulham á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í dag, 3-0. Bobby Zamora kom Fulham yfir á 23. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði hann forystuna fyrir heimamenn í Fulham.

Torres þarf að bæta sig

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur enn trú á Fernando Torres en segir að hann þurfi vissulega að bæta sig.

Gerrard meiddist aftur

Steven Gerrard gat ekki spilað með Liverpool í gær vegna meiðsla en það ætti að koma nánar í ljós hversu alvarleg þau eru.

Ancelotti gefst ekki upp

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sínir menn eigi enn möguleika á enska meistaratitlinum þrátt fyrir að vera nú ellefu stigum á eftir toppliði Manchester United.

Dalglish skilur ekki vítaspyrnudóminn

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, skilur ekki af hverju Martin Atkinson dæmdi víti sem tryggði á endanum West Brom 2-1 sigur á sínum mönnum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir