Enski boltinn

Rio æfði með Man. Utd í morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio var nokkuð hress á æfingunni í morgun.
Rio var nokkuð hress á æfingunni í morgun.
Rio Ferdinand er byrjaður að æfa með Man. Utd á nýjan leik en hann tók þátt í æfingu liðsins í morgun. Wayne Rooney æfði ekki fyrstu 15 mínúturnar en það var líklega viljandi gert hjá Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd.

Æfingin var nefnilega opin fjölmiðlum fyrstu 15 mínúturnar og Rooney var ekki með fyrr en fjölmiðlamenn höfðu horfið á braut.

Rooney hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir að hann blótaði hraustlega í myndavél er hann fangaði marki gegn West Ham um helgina. Sá gáfulegi gjörningur hefur nú skilað honum leikbanni.

Rio hefur ekkert æft í tvo mánuði og það kæmi talsvert á óvart ef hann spilaði gegn Chelsea á morgun.

Brasilíski miðjumaðurinn Anderson var með á æfingunni en hefur einnig verið meiddur. Darren Fletcher var enn fjarverandi en hann er veikur. Wes Brown og John O´Shea gátu heldur ekki æft vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×