Enski boltinn

Grant dæmdur í tveggja leikja bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Avram Grant.
Avram Grant.
Það eru fleiri en Wayne Rooney á leið í bann því aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur dæmt Avram Grant, stjóra West Ham, í tveggja leikja bann fyrir ummæli sem féllu eftir bikarleikinn gegn Stoke um miðjan síðasta mánuð.

Grant var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna í leiknum og lét vel valinn orð falla um Mike Jones dómara.

Það hefur nú kostað hann tvo leiki í bann og 6.000 pund í sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×