Enski boltinn

Hinir sex útvöldu á Englandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez hefur spilað vel.
Tevez hefur spilað vel.
Breska blaðið Daily Mail telur sig hafa heimildir fyrir því hvaða sex leikmenn koma til greina í kjöri á leikmanni ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Nokkra athygli vekur að Portúgalinn Nani hjá Man. Utd er ekki á listanum. Hann er reyndar ekki vinsælasti leikmaðurinn í deildinni og það gæti haft eitthvað að segja enda eru það leikmenn sjálfir sem kjósa.

Chelsea á ekki neinn leikmann í þessum hópi en þar má finna Charlie Adam hjá Blackpool sem hefur slegið í gegn í vetur.

Listinn:

Charlie Adam, Blackpool

Gareth Bale, Tottenham

Samir Nasri, Arsenal

Scott Parker, West Ham

Nemanja Vidic, Man. Utd

Carlos Tevez, Man. City

Besti ungi leikmaðurinn:

Gareth Bale, Tottenham

Samir Nasri, Arsenal

Jack Wilshere, Arsenal

Joe Hart, Man. City

Nani, Man. Utd

Seamus Coleman, Everton




Fleiri fréttir

Sjá meira


×