Enski boltinn

Rooney kennir myndatökumanninum um blótsyrðin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi ágæti myndatökumaður mun klárlega fá skammir fyrir að elta Rooney inn á völlinn.
Þessi ágæti myndatökumaður mun klárlega fá skammir fyrir að elta Rooney inn á völlinn.
Áfrýjunarnefnd enska knattspyrnusambandsins mun taka fyrir mál Wayne Rooney í dag en aganefndin dæmdi hann í tveggja leikja bann fyrir að öskra blótsyrði i sjónvarpsmyndavél eftir að hann fullkomnaði þrennuna gegn West Ham.

Samkvæmt heimildum Mirror hefur Man. Utd undirbúið sig vel fyrir málið og í vörn félagsins er skuldinni skellt á myndatökumanninn.

Rooney öskraði: "Fuck off, what do you want" í vélina og mun orðunum hafa verið beint að myndatökumanninum.

Hann á að hafa brotið reglur og farið inn á völlinn til þess að ná nærmyndum af Rooney.

Þó svo niðurstaða fáist væntanlega í málið í dag þá mun áfrýjunarnefndin líklega bíða með að greina frá niðurstöðunni þar til eftir leik Chelsea og Man. Utd í Meistaradeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×