Enski boltinn

Fjöldi enskra liða hefur áhuga á Kolbeini

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn í leik með AZ.
Kolbeinn í leik með AZ.
Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er eftirsóttur þessa dagana og sífellt koma fréttir af áhuga enskra úrvalsdeildarfélaga af íslenska framherjanum.

Í dag er greint frá því að hann sé undir smásjánni hjá Everton, Sunderland, Bolton og West Ham en áður hafði hann verið orðaður við Newcaslte. Þá er hermt að hollenska liðið Feyenoord sé einnig spennt fyrir honum.

Kolbeinn leikur með AZ Alkmaar í Hollandi og hefur staðið sig mjög vel. Skorað 11 mörk í 15 byrjunarliðsleikjum.

Miðað við áhugann verður erfitt fyrir Alkmaar að halda honum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×