Enski boltinn

Rooney gæti fengið þriggja leikja bann ef United áfrýjar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney lét ljót orð falla í myndavélina sem er til hliðar á þessari mynd.
Rooney lét ljót orð falla í myndavélina sem er til hliðar á þessari mynd.
Forráðamenn Man. Utd velta nú fyrir sér hvort það sé gáfulegt fyrir félagið að áfrýja dómi aganefndar sem hefur dæmt Wayne Rooney í tveggja leikja bann fyrir munnsöfnuð í myndavél er hann skoraði gegn West Ham.

Eins og staðan er núna fær Rooney tveggja leikja bann fyrir munnsöfnuðinn en það bann gæti endað í þrem leikjum ef United áfrýjar. Félagið hefur daginn til þess að ákveða sig.

Að sama skapi gæti áfrýunardómstóll lækkað bann Rooney í einn leik. Það er því spurning hvort United sé til í að taka áhættuna.

Ákveði Man. Utd að áfrýja verður málið líklega tekið fyrir á morgun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×