Enski boltinn

Leikjaniðurröðunin fer í taugarnar á Wenger

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er allt annað en sáttur við leikjaniðurröðunina á lokaspretti ensku úrvalsdeildarinnar og segir að hún hafi mikil áhrif á möguleika Arsenal á að verða meistari.

Arsenal er sjö stigum á eftir toppliði Man. Utd. Arsenal spilaði á laugardag eftir að United hafði unnið sinn leik og Arsenal mun aftur þurfa að spila á eftir United um næstu helgi. Reyndar mun Arsenal ekki spila aftur á sunnudegi á þessari leiktíð.

"Það eru ýmsir hlutir í gangi sem ég vil ekki tala um. Ég hef verið hérna í 15 ár og veit hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég vil vera algjörlega hlutlaus eins og ég get," sagði Wenger.

"Ég tek ekki þátt í neinni ákvörðun og raða ekki upp leikjunum. Ég skoða núna hvenær við spilum. Það eru sunnudagar til loka leiktíðar," sagði Wenger svekktur en hann virðurkennir reyndar líka að hans lið hafi ekki verið nógu gott.

"Við höfum ekki verið nógu góðir og nú einbeitum við okkur að næsta leik þar sem við ætlum að sýna styrk okkar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×