Enski boltinn

Kuyt: Framherjar fá ekki sanngjarna meðferð hjá dómurum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dirk Kuyt.
Dirk Kuyt.
Hollendingurinn Dirk Kuyt er ekki par sáttur við þá meðferð sem framherjar í enska boltanum fá. Hann segir allt of mikið dæmt á framherja á meðan varnarmenn komist upp með ýmislegt.

"Það lítur út eins og dómarar hafi eitthvað á móti því hvernig framherjar spila. Í hvert skipti sem við förum í loftið er dæmt á okkur," sagði Kuyt.

Andy Carroll, framherji Liverpool, var í miklum slag við Jonas Olsson hjá WBA um síðustu helgi. Carroll fékk gult spjald í leiknum en Olsson slapp með skrekkinn.

"Mér fannst Andy ekki fá réttláta meðferð. Sama var upp á teningnum er Torres spilaði með okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×