Enski boltinn

Wayne Rooney búinn að áfrýja banninu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/AP
Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, sem í gær var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir ljótt orðbragð sitt í fagnaðarlátum sínum um á móti West Ham um síðustu helgi, hefur ákveðið að áfrýja banninu sem honum finnst vera of hörð refsing.

Rooney fór þarna með ljót blótsyrði beint fyrir framan myndavélina eftir að hann innsiglaði þrennu sína í leiknum á móti West Ham. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað að taka málið fyrir og kæra landsliðsmanninn þrátt fyrir að hann hafi beðist afsökunar strax eftir leik.

Rooney viðurkenndi að hafa notað móðgandi og dónalegt orðbragð en ákvað að áfrýja banninu í þeirri von að leikbannið verði stytt. Ef Rooney þarf að taka út þetta tveggja leikja bann þá mun hann missa af undanúrslitaleik Manchester-liðanna í enska bikarnum.

Aganefndin mun heyra hlið Rooney á morgun og í framhaldinu kemur í ljós hvort að bannið verið stytt eða ekki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×