Enski boltinn

Cech stefnir á spila 600 leiki fyrir Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Petr Cech.
Petr Cech.
Tékkneski markvörðurinn Petr Cech, hjá Chelsea, er ekki á því að yfirgefa Chelsea á næstunni og stefnir á að spila 600 leiki fyrir félagið.

Tékkinn er á sínu sjöunda tímabili hjá félaginu og stefnir hratt að því að bæta met Gianfranco Zola yfir flesta leiki útlendings hjá Chelsea.

Cech er búinn að spila 304 leiki fyrir félagið en Zola spilaði 312 á sínum tíma.

"Eftir sjö ár hjá félaginu er enn gaman og skemmtilegt andrúmsloft. Það er frábært að hafa spilað yfir 300 leiki fyrir eitt besta félag Evrópu," sagði Cech.

"Vonandi verða leikirnir fleiri og vonandi næ ég 600 leikum áður en ég hætti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×