Enski boltinn

Lennon léttir af sér á Twitter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Twittersíða Lennon og færslurnar tvær í dag.
Twittersíða Lennon og færslurnar tvær í dag.
Aaron Lennon verður líklega tekinn á teppið hjá Harry Redknapp, stjóra Tottenham, fyrir Twitter-færslur sínar í dag.

Lennon lék ekki með Spurs gegn Real Madrid í gær og sagði Redknapp að hann hefði forfallast vegna veikinda rétt fyrir leikinn.

Lennon segir á Twitter í dag að það sé ekki alls kostar rétt hjá stjóranum. Hann hafi veikst um helgina, fengið lyf frá læknunum sem hafi síðan ekkert gert. Hann segist ekki sætta sig við að verða gerður að blóraböggli með svona kjaftæði.

Vængmaðurinn virðist vera afar ósáttur við útskýringar stjórans sem er ekkert hrifinn af því að menn séu að tjá sig á Twitter um málefni liðsins og mun því vafalítið boða Lennon á fund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×