Enski boltinn

Leikmannasamtökin ósátt með kæruna á Rooney

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gordon Taylor, yfirmaður leikmannasamtakanna í enska fótboltanum, er ekki sáttur með þá ákvörðun aganefndar enska sambandsins að kæra Wayne Rooney fyrir blótsyrði sín í myndavélina í 4-2 sigri Manchester United á West Ham á Upton Park á laugardaginn.

Wayne Rooney var dæmdur í tveggja leikja bann þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar strax eftir leik. Taylor segir að ljótt orðbragð sé viðurkenndur hluti af leiknum en Rooney var þarna að fagna sínu þriðja marki í leiknum.

„Þótt að við látum ekki móðgandi og dónalegt orðbragð óátalið þá er það almennt samþykki meðal allra aðila sem koma að leiknum að "iðnaðar-mál" sé daglegt brauð í boltanum," sagði Gordon Taylor í yfirlýsingu.

„Þetta verður fyrst vandamál þegar þessu orðbragði er beint að dómurum leiksins en þegar það er notað í fagnaðarlátum eða í pirringi þá býst enginn við því að menn eigi á hættu að vera dæmdir til að sæta refsingu. Ef það á að refsa mönnum fyrir svona lagað þá þurfa slíkar refsingar að vera samkvæmar sjálfum sér og línan verður að vera öllum ljós," sagði Taylor.

Wayne Rooney á það á hættu að missa af undanúrslitaleiknum í enska bikarnum á móti Manchester City fari svo að þessi refsing standi en hann hefur tækifæri til að áfrýja dómnum til 17.00 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×