Fleiri fréttir

Ondo: Stigin skipta meira máli en mörkin

„Ég hefði getað skorað þriðja markið en það skiptir ekki máli. Ég er bara ánægður að við fengum þrjú stig,“ sagði Gilles Mbang Ondo, markaskorari Grindvíkinga, eftir frábæran sigur liðsins gegn Íslands- og bikarmeisturum FH í kvöld, 3-1.

Viðar Örn: Fyrri hálfleikur var skelfing en sá seinni algjör draumur

„Þetta var yndislegt og við hefðum ekki getað gert þetta betur. Fyrri hálfleikur var skelfing en seinni hálfleikur var algjör draumur," sagði varamaðurinn Viðar Örn Kjartansson. Hann kom inn á í stöðunni 1-2 fyrir Keflavík þegar 16 mínútur voru eftir, fiskaði víti sem gaf jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur.

Heimir: Mættum liði sem vildi sigurinn meira

„Við spiluðum alls ekki vel í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tap sinna manna gegn Grindvíkingum á útivelli í kvöld, 3-1. Atli Viðar Björnsson kom FH-ingum yfir snemma í fyrri hálfleik en það dugði ekki þegar yfir lauk.

Gummi Ben: Þetta gefur okkur þrjú stig og það er mikið fyrir okkur

Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, hélt greinilega rosalega ræðu í hálfleik á leik liðsins við Keflavík í kvöld. Keflavík var með öll völd á vellinum og 2-0 forustu í hálfleik en Selfoss skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur.

Umfjöllun: Selfyssingar buðu upp á dramatískan sigur í vígsluleiknum

Selfyssingar sýndu ótrúlegan karakter þegar þeir tryggðu sér 3-2 sigur á Keflavík í dramatískum vígsluleik á nýja Selfossgrasinu í kvöld. Keflvíkingar fóru illa með frábæra stöðu í hálfleik en það dugði þeim ekki að vera 2-0 yfir því þeir réðu ekkert við baráttuglaða heimamenn í seinni hálfleiknum.

Umfjöllun: Frábær sigur Grindavíkur gegn Íslandsmeisturunum

Grindavík vann í kvöld óvæntan sigur á Íslands- og bikarmeisturum FH í 16. umferð Pepsi-deildar karla, 3-1. Leikurinn var gríðarlega þýðingamikill fyrir bæði lið og ósigur kom ekki til greina. Grindvíkingar sýndu hins vegar að allt er hægt þegar baráttan og liðsheildin er til staðar.

Fjölskylduhátíð í tengslum við Frakkaleikinn á laugardag

KSÍ stendur fyrir fjölskylduhátíð fyrir kvennalandsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli á laugardag. Boðið verður upp á pulsur fyrir börnin, drykki í boði Vífilfells, hoppukastala, boltaþrautir, Coke fótboltahöll og ýmislegt skemmtilegt.

Strípalingurinn fær væntanlega háa sekt

Strípalingurinn, sem hljóp inn á Laugardalsvöllinn á bikarúrslitaleik FH og KR á laugardaginn, á yfir höfði sér sekt upp að nærri 50 þúsund krónum og er ekki velkominn á Laugardalsvöll aftur.

Kristinn dæmir hjá FH-bönunum í Bate Borisov

Það verður íslenskur dómarakvartett að störfum í Evrópudeild UEFA á fimmtudag, á leik FC BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og portúgalska liðsins CS Marítimo. Kristinn Jakobsson mun dæma leikinn hjá FH-bönunum í BATE Borisov.

Strípalingurinn er ekki KR-ingur

Eftirminnileg uppákoma varð undir lok bikarúrslitaleiks FH og KR um helgina þegar maður klæddur sundskýlu einni fata hljóp inn á völlinn með neyðarblys í hendi.

Hrefna Huld á leið til Noregs

Knattspyrnukonan Hrefna Huld Jóhannesdóttir heldur til Noregs í næsta mánuði þar sem henni hefur verið boðið að koma og æfa með norska B-deildarliðinu Grand Bodö.

Heil umferð í 1. deild karla í kvöld

Heil umferð fer fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Spennan á toppi og botni deildarinnar eykst en Leiknir vermir efsta sætið fyrir leiki kvöldsins.

Erla Steina endanlega hætt með landsliðinu

Erla Steina Arnardóttir gefur ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hún var ósátt með að vera ekki valin í liðið fyrr á þessu ári.

Eyjamenn fengu stig í Kópavogi

ÍBV er enn á toppnum í Pepsi-deild karla eftir að hafa gert 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í Kópavogi í gær.

Langþráður sigur Vals

Lærisveinar Gunnlaugs Jónssonar hjá Val keyrðu glaðir heim úr Árbænum í gærkvöldi eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í háa herrans tíð.

Haukur Páll. Vildum sigurinn meira

,,Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Við unnum leik síðast 14. júní og því var heldur betur komin tími á sigur,“sagði Haukur Páll, leikmaður Vals, ánægður eftir sigurinn gegn Fylki í kvöld.

Gunnlaugur: Áttum sigurinn skilinn

,,Þetta er gríðarlegur léttir fyrir okkur Valsara,“ sagði Gunnlaugur Jónsson , þjálfari Vals,eftir sigurinn í kvöld. Valsmenn unnu 0-1 sigur á Fylki í Árbænum í 16.umferð Pepsi-deildar karla.

Halldór Orri: Bjuggumst ekki við því að Óli myndi skora svona mörg

„Þetta gerist varla betra," sagði Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson eftir 5-0 sigur á Haukum í kvöld. Halldór Orri kom Stjörnunni í 2-0 og bauð í kjölfarið upp á sund- og róðrarfagn en Stjörnumenn áttu engin fögn á lager fyrir þrjú síðustu mörkin sín í leiknum.

Þórarinn: Blikarnir náðu ekki að spila sinn leik

„Maður er nokkuð sáttur við stigið en það er samt svekkjandi að fá þetta mark á okkur. Það var misskilningur í vörninni. Annars náðu Blikarnir ekki að spila sinn leik, við lokuðum vel á þá,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson sem átti virkilega góðan leik fyrir ÍBV í kvöld.

Heimir: Það ber að virða þetta stig

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, er býsna sáttur við að hafa náð stigi á Kópavogsvelli í kvöld. Toppslagur Breiðabliks og ÍBV endaði með jafntefli 1-1 og halda Eyjamenn tveggja stiga forystu á Blikana.

Sigurður Ragnar: Helmingurinn af venjulegu byrjunarliði er meiddur

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistlandi í undankeppni HM sem fara fram 21. og 25. ágúst. Leikirnir munu ráða því hvar íslenska liðið endar í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst áfram í umspilið.

Landsliðslæknirinn skoðar Katrínu milli fjögur og fimm

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi í dag, að það væri tæpt að landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir gæti spilað á móti Frökkum á laugardaginn eftir að hún meiddist illa á ökkla í bikarúrslitaleiknum í gær.

Umfjöllun: Fyrsti sigur Vals í rúma tvo mánuði

Valsmenn unnu langþráðan sigur, 0-1, á Fylkismönnum í Árbænum í kvöldi í 16.umferð Pepsi-deildar karla. Haukur Páll Sigurðsson skoraði eina mark leiksins og tryggði Valsmönnum sinn fyrsta sigur í rúmlega tvo mánauði.

Umfjöllun: Stjarnan í fjórða sætið með stórsigri

Stjörnumenn komust upp í fjórða sætið í Pepsi-deild karla eftir 5-0 sigur á Haukum á Vodafone-vellinum í kvöld. Þetta var aðeins aðeins annars sigur Stjörnumanna á grasi í sumar en Haukar hafa nú leikið fyrstu sextán deildarleiki sína í sumar án þess að ná að vinna og sitja fyrir vikið einir á botninum.

Landsliðshópur Sigurðar: Kristín Ýr valin

Kristín Ýr Bjarnadóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Frakklandi í úrslitaleik um laust sæti á HM á laugardaginn. Kristín hefur gagnrýnt landsliðsþjálfarann Sigurð Ragnar Eyjólfsson opinberlega fyrir að velja sig ekki í hópinn, síðast í gær.

FH og Valur urðu bikarmeistarar um helgina

Íslandsmeistarar FH og Vals bættu bikarmeistaratitlinum við í safnið sitt um helgina en hér eru á ferðinni langsigursælustu liðin í íslenskum fótbolta undanfarin ár.

Sjá næstu 50 fréttir