Íslenski boltinn

Strípalingurinn fær væntanlega háa sekt

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Strípalingurinn hlær ekki í dag.
Strípalingurinn hlær ekki í dag.

Strípalingurinn, sem hljóp inn á Laugardalsvöllinn á bikarúrslitaleik FH og KR á laugardaginn, á yfir höfði sér sekt upp að nærri 50 þúsund krónum og er ekki velkominn á Laugardalsvöll aftur.

Það var undir lok leiksins sem hann hljóp inn á völlinn í nærbuxum einum klæða með blys í hendi. Hann var handtekinn, settur í klefa og og sleppt að lokinni skýrslutöku.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið í komið í farveg, með þessu framdi maðurinn brot á lögreglusamþykkt sem varðar sekt frá 10 þúsund til 50 þúsund króna.

Heimildir herma að sektin verði nærri 50 þúsundunum.

Í viðtali við DV í dag segist maðurinn hafa verið plataður út í þetta af félögum sínum fyrir kippu af bjór sem hann hefði líklega betur keypt sér sjálfur fyrir minni pening.

Slíkt sést ekki oft á íslenskum fótboltavöllum og segir Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ að sambandið líti atvikið mjög alvarlegum augum. Manninum verði nú meinað að sækja leiki á Laugardalsvellinum, lítið hefði þurft út af að bregða svo slys hlytist af blysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×