Íslenski boltinn

Heimir: Það ber að virða þetta stig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Heimir Hallgrímsson á bekknum í kvöld. Mynd/Stefán
Heimir Hallgrímsson á bekknum í kvöld. Mynd/Stefán

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, er býsna sáttur við að hafa náð stigi á Kópavogsvelli í kvöld. Toppslagur Breiðabliks og ÍBV endaði með jafntefli 1-1 og halda Eyjamenn tveggja stiga forystu á Blikana.

„Ég er líka býsna sár með að hafa fengið þetta mark á okkur og ekki tekist að halda sigrinum," sagði Heimir eftir leikinn.

„Jöfnunarmark Blika kom í raun og veru úr fyrsta góða færinu þeirra. Mér fannst eins og það hafi verið brotið á varnarmanni mínum en ég á eftir að skoða það betur í sjónvarpinu."

Blikum gekk erfiðlega að skapa sér færi gegn skipulögðu liði Eyjamanna. „Við lögðmu leikinn flott upp og peyjarnir gerðu það sem þeim var ætlað. Það er mjög ólíkt Blikunum að skapa sér ekki mörg færi en við spiluðum leikinn eins og við ætluðum að gera," sagði Heimir.

Þetta stig heldur Eyjamönnum á toppnum. „Það ber að virða þetta stig. Ég er mjög ánægður með allt liðið í heild sinni," sagði Heimir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×