Umfjöllun: Frábær sigur Grindavíkur gegn Íslandsmeisturunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 19. ágúst 2010 16:19 Auðun og félagar unnu góðan sigur í kvöld. Grindavík vann í kvöld óvæntan sigur á Íslands- og bikarmeisturum FH í 16. umferð Pepsi-deildar karla, 3-1. Leikurinn var gríðarlega þýðingamikill fyrir bæði lið og ósigur kom ekki til greina. Grindvíkingar sýndu hins vegar að allt er hægt þegar baráttan og liðsheildin er til staðar. FH náði forystunni á 18. mínútu þegar Atli Viðar Björnsson kom þeim hvítklæddu yfir með lauflausu skoti eftir vandræðagang í vörn Grindvíkinga. Mattías Vilhjálmsson átti skot sem barst til Atla Viðars sem átti ekki í vandræðum með að koma boltanum yfir línuna. Grindvíkingar voru ekki lengi að jafna leikinn því Gilles Mbang Ondo skoraði skömmu síðar með snyrtilegri afgreiðslu. Hann komst einn í gegn eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni FH og skoraði laglega framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki FH. Staðan var jöfn í hálfleik og jafnræði með liðunum. Í síðari hálfleik skiptust liðin á að sækja án þess að skapa sér góð færi. FH-ingar náðu undirtökunum á miðjunni þegar líða tók á leikinn en heimamenn börðust af miklum krafti og náðu álitlegum skyndisóknum. Það var einmitt með skyndisóknum sem Grindvíkingum tókst að tryggja sér sigurinn. Ondo skoraði annað mark sitt á 90. mínútu með glæsilegri afgreiðslu þegar hann hreinlega klíndi boltanum í markvinkilinn. Stuðningsmenn Grindvíkinga hreinlega ærðust að gleði þegar Óli Baldur Bjarnason innsligaði sigurinn í uppbótatíma eftir undirbúning frá Ondo og frábær sigur heimamanna staðreynd. Þetta er líklega besti leikur Grindvíkinga í sumar og var hreinlega unun að fylgjast með baráttunni hjá þeim gulklæddu í kvöld. Það var hins vegar enginn unaður að fylgjast með FH-ingum í kvöld og spurning hvort að gleðskapurinn frá því um helgina sitji ennþá í Hafnfirðingum. Grindavík 3 - 1 FH0-1 Atli Viðar Björnsson (18.) 1-1 Gilles Mbang Ondo (23.) 2-1 Gilles Mbang Ondo (90.) 3-1 Óli Baldur Bjarnason (94.) Áhorfendur: 1132 Dómari: Örvar Gíslason 7 Skot (á mark): 12 -12 (5-2) Varin skot: Óskar 2 - Gunnleifur 3 Horn: 6 - 8 Aukaspyrnur fengnar:8 - 7 Rangstöður: 3 - 2 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsay 6 (57. Ray Anthony Jónsson 5 ) Orri Freyr Hjaltalín 7 Jóhann Helgason 6 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (81. Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 Maður leiksins Grétar Hjartarson 5 (75. Mattías Örn Friðriksson -) FH 4-4-2: Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarson 5 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 5 (74. Gunnar Már Guðmundsson -) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Pétur Viðarsson 5 Björn Daníel Sverrisson 5 Matthías Vilhjálmsson 6 Ólafur Páll Snorrason 6 (74. Gunnar Kristjánsson -) Atli Viðar Björnsson 6 Atli Guðnason 6 (83. Torger Motland-) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Grindavík - FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Grindavík vann í kvöld óvæntan sigur á Íslands- og bikarmeisturum FH í 16. umferð Pepsi-deildar karla, 3-1. Leikurinn var gríðarlega þýðingamikill fyrir bæði lið og ósigur kom ekki til greina. Grindvíkingar sýndu hins vegar að allt er hægt þegar baráttan og liðsheildin er til staðar. FH náði forystunni á 18. mínútu þegar Atli Viðar Björnsson kom þeim hvítklæddu yfir með lauflausu skoti eftir vandræðagang í vörn Grindvíkinga. Mattías Vilhjálmsson átti skot sem barst til Atla Viðars sem átti ekki í vandræðum með að koma boltanum yfir línuna. Grindvíkingar voru ekki lengi að jafna leikinn því Gilles Mbang Ondo skoraði skömmu síðar með snyrtilegri afgreiðslu. Hann komst einn í gegn eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni FH og skoraði laglega framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki FH. Staðan var jöfn í hálfleik og jafnræði með liðunum. Í síðari hálfleik skiptust liðin á að sækja án þess að skapa sér góð færi. FH-ingar náðu undirtökunum á miðjunni þegar líða tók á leikinn en heimamenn börðust af miklum krafti og náðu álitlegum skyndisóknum. Það var einmitt með skyndisóknum sem Grindvíkingum tókst að tryggja sér sigurinn. Ondo skoraði annað mark sitt á 90. mínútu með glæsilegri afgreiðslu þegar hann hreinlega klíndi boltanum í markvinkilinn. Stuðningsmenn Grindvíkinga hreinlega ærðust að gleði þegar Óli Baldur Bjarnason innsligaði sigurinn í uppbótatíma eftir undirbúning frá Ondo og frábær sigur heimamanna staðreynd. Þetta er líklega besti leikur Grindvíkinga í sumar og var hreinlega unun að fylgjast með baráttunni hjá þeim gulklæddu í kvöld. Það var hins vegar enginn unaður að fylgjast með FH-ingum í kvöld og spurning hvort að gleðskapurinn frá því um helgina sitji ennþá í Hafnfirðingum. Grindavík 3 - 1 FH0-1 Atli Viðar Björnsson (18.) 1-1 Gilles Mbang Ondo (23.) 2-1 Gilles Mbang Ondo (90.) 3-1 Óli Baldur Bjarnason (94.) Áhorfendur: 1132 Dómari: Örvar Gíslason 7 Skot (á mark): 12 -12 (5-2) Varin skot: Óskar 2 - Gunnleifur 3 Horn: 6 - 8 Aukaspyrnur fengnar:8 - 7 Rangstöður: 3 - 2 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsay 6 (57. Ray Anthony Jónsson 5 ) Orri Freyr Hjaltalín 7 Jóhann Helgason 6 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (81. Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 Maður leiksins Grétar Hjartarson 5 (75. Mattías Örn Friðriksson -) FH 4-4-2: Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarson 5 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 5 (74. Gunnar Már Guðmundsson -) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Pétur Viðarsson 5 Björn Daníel Sverrisson 5 Matthías Vilhjálmsson 6 Ólafur Páll Snorrason 6 (74. Gunnar Kristjánsson -) Atli Viðar Björnsson 6 Atli Guðnason 6 (83. Torger Motland-) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Grindavík - FH
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira