Íslenski boltinn

Selfoss vígir nýjan grasvöll á fimmtudag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Selfyssingar eru loksins að komast á gras.
Selfyssingar eru loksins að komast á gras.

Það verður væntanlega mikið um dýrðir á Selfossi á fimmtudag er félagið vígir nýjan grasvöll sem og nýja stúku fyrir leik Selfoss og Keflavíkur.

Selfyssingar hafa hingað til leikið sína leiki á gervigrasvelli en þeir komast nú yfir á alvöru gras.

Nokkur stutt ávörp verða flutt fyrir leik og svo mun prestur blessa mannvirkið.

3. deildarmeistararnir frá 1966, bikarmeistarar 2. flokks frá árinu 1967 og Íslandsmeistarar mun heiðra fólk með nærveru sinnu.

Grasvöllur var fyrst tekinn í notkun á Selfossi árið 1965 og 45 árum síðar fá Selfyssingar alvöru völl með nýrri stúku.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×