Íslenski boltinn

Haukur Páll. Vildum sigurinn meira

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haukur í leik gegn Fram.
Haukur í leik gegn Fram.

,,Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Við unnum leik síðast 14. júní og því var heldur betur komin tími á sigur,“sagði Haukur Páll, leikmaður Vals, ánægður eftir sigurinn gegn Fylki  í kvöld.

Valur bar sigur úr býtum gegn Fylki í Árbænum í 16.umferð Pepsi-deildar karla.

,,Við vildum sigurinn held ég bara meira og börðust mikið fyrir hvorn annan. Þú þarft að vera vel á tánum gegn liði eins og Fylki,“ sagði Haukur.

,,Við náðum að leysa flest allar sóknaraðgerðir frá Fylkismönnum og það var í raun lykilinn af þessum sigri,“ sagði Haukur.

,,Það var í raun allt í járnum í þessum leik og sóknir á báða bóga , en við náum að skora eitt mark og þeir ekki neitt sem skilur liðin að,“ sagði Haukur.

Valsmenn mæta KR-ingum í næstu umferð, en Valsmenn sigruðu í Frostaskjólinu 1-2 fyrr í sumar.

,,Þegar við spiluðum síðast  við KR-inga þá sá maður hvernig menn voru að peppa sig upp fyrir leikinn. Það er aldrei erfitt að koma sér í gírinn þegar maður er að fara spila við KR,“sagði Haukur Páll að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×