Íslenski boltinn

Ondo: Stigin skipta meira máli en mörkin

Jón Júlíus Karlsson skrifar

„Ég hefði getað skorað þriðja markið en það skiptir ekki máli. Ég er bara ánægður að við fengum þrjú stig,“ sagði Gilles Mbang Ondo, markaskorari Grindvíkinga, eftir frábæran sigur liðsins gegn Íslands- og bikarmeisturum FH í kvöld, 3-1.

Ondo var frábær í leiknum, skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja. Hann hefði getað náð þrennunni en Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, varði glæsilega í tvígang. Annað markið hjá Ondo var sérlega glæsilegt en skot hans söng í markvinklinum.

„Ég er framherji og tek því stundum sénsinn,“ segir Ondo um markið. „Ég hef verið að spila vel eftir að Ólafur (Örn Bjarnason) tók við liðinu og það eru fleiri sem eru að spila mun betur,“ segir Ondo sem nú er kominn með tíu mörk í deildinni.

„Ég ætla að reyna að skora eins mörg mörk og ég get en stigin skipta mig meira máli en mörkin. Við erum með gott lið, sjálfstraustið í liðinu er að aukast og það er frábært.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×