Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 13:32 Muriel Bowser borgarstjóri er líklega ekki sátt við Trump þessa dagana. vísir/getty Bygging nýs og glæsilegs íþróttaleikvangs í hjarta Washington D.C. er í uppnámi þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað að koma í veg fyrir framkvæmdina ef NFL-lið borgarinnar skiptir ekki aftur um nafn. NFL-lið borgarinnar hét Washington Redskins frá 1937 til ársins 2020. Þá þótti nafnið of móðgandi og þar af leiðandi var Redskins-nafnið lagt á hilluna. Í tvö ár hét liðið einfaldlega Washington Football Team áður en það varð Washington Commanders árið 2022. Trump hefur aldrei verið hrifinn af nafnabreytingunni og fer nú mikinn í að þrýsta á félagið að skipta aftur yfir í Redskins. Hann hefur farið sömu leið við hafnaboltaliðið í Cleveland sem hét Indians í rúma öld en var breytt í Guardians árið 2021. Borgarstjórinn í Washington D.C., Muriel Bowser, hefur talað afar varlega eftir yfirlýsingar forsetans og vill augljóslega ekki styggja hann frekar. Mikið er undir hjá borgaryfirvöldum vegna þessarar uppbyggingar sem á enn eftir að samþykkja í borgarstjórn. Let’s bring this franchise back to DC pic.twitter.com/iGb7u6dbvB— Washington Commanders (@Commanders) April 28, 2025 „Ég hef rætt þetta mál í tvígang við forsetann. Hann er mikill aðdáandi liðsins og segir að þetta sé flottasta vallarstæði í sögu landsins. Hvað mig varðar munum við halda áfram á sömu vegferð,“ sagði Bowser. Commanders stefnir á að opna völlinn árið 2030 og sú dagsetning má helst ekki klikka því stefnt er á að HM kvenna fari meðal annars fram á vellinum. Það á ekki bara að byggja leikvang á þessu svæði heldur verða þar líka íbúðir og verslanir meðal annars. NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira
NFL-lið borgarinnar hét Washington Redskins frá 1937 til ársins 2020. Þá þótti nafnið of móðgandi og þar af leiðandi var Redskins-nafnið lagt á hilluna. Í tvö ár hét liðið einfaldlega Washington Football Team áður en það varð Washington Commanders árið 2022. Trump hefur aldrei verið hrifinn af nafnabreytingunni og fer nú mikinn í að þrýsta á félagið að skipta aftur yfir í Redskins. Hann hefur farið sömu leið við hafnaboltaliðið í Cleveland sem hét Indians í rúma öld en var breytt í Guardians árið 2021. Borgarstjórinn í Washington D.C., Muriel Bowser, hefur talað afar varlega eftir yfirlýsingar forsetans og vill augljóslega ekki styggja hann frekar. Mikið er undir hjá borgaryfirvöldum vegna þessarar uppbyggingar sem á enn eftir að samþykkja í borgarstjórn. Let’s bring this franchise back to DC pic.twitter.com/iGb7u6dbvB— Washington Commanders (@Commanders) April 28, 2025 „Ég hef rætt þetta mál í tvígang við forsetann. Hann er mikill aðdáandi liðsins og segir að þetta sé flottasta vallarstæði í sögu landsins. Hvað mig varðar munum við halda áfram á sömu vegferð,“ sagði Bowser. Commanders stefnir á að opna völlinn árið 2030 og sú dagsetning má helst ekki klikka því stefnt er á að HM kvenna fari meðal annars fram á vellinum. Það á ekki bara að byggja leikvang á þessu svæði heldur verða þar líka íbúðir og verslanir meðal annars.
NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira