Íslenski boltinn

Willum Þór: Við skoruðum tvö mörk og það á að duga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur.
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Stefán
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, var vitanlega mjög ósáttur með þróun mála á Selfossvelli í kvöld þegar Keflavíkurliðið hans glutraði niður 2-0 forustu og þurfti að sætta sig við 3-2 tap.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja því við áttum að klára þennan leik. Þeir fá gefins mark þar sem fyrsta markið er bara klaufaskapur. Það kemur snemma í seinni hálfleik og virðist slá okkur út af laginu. Við fengum síðan færi til að klára leikinn en gerðum það ekki," sagði Willum Þór.

„Við skorum tvö mörk og það á að duga. Við gjörsamlega yfirspiluðum Selfossliðið og réðum leiknum alveg í fyrri hálfeik. Þeir pressuðu á okkur í seinni hálfleik og við réðum illa við það," sagði Willum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×