Umfjöllun: KR og Fram á leið í sitthvora áttina Elvar Geir Magnússon skrifar 19. ágúst 2010 16:25 Framarar hafa leikið níu leiki í röð í Frostaskjóli án þess að ná inn sigri. Kjartan Henry Finnbogason var hetja KR í kvöld þegar liðið vann Fram í þriðja sinn í sumar. Hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni en KR vann leikinn 2-1. Úrslit kvöldsins voru algjörlega eftir uppskrift Vesturbæinga sem eru skyndilega komnir ansi nálægt toppnum. Þeir eiga leik inni á önnur lið í efri hlutanum og eiga eftir að mæta efstu liðunum. Vonin er því enn til staðar hjá þeim. Staða Framara er algjörlega speglun á stöðu KR-inga. Eftir góða byrjun á sumrinu hjá þeim bláklæddu hafa þeir farið út af sporinu og var tapið í kvöld þeirra fjórða í röð. Þeir eru nú aðeins sex stigum fyrir ofan fallsæti. Leikurinn í kvöld var ansi sveiflukenndur og var baráttan í aðalhlutverki. Í raun er ótrúlegt að ekkert rautt spjald hafi farið á loft í leiknum en Einar Örn Daníelsson, sem er einn af betri dómurum deildarinnar, átti því miður ekki sinn besta dag. KR-ingar fengu einu tvö teljandi færin í fyrri hálfleiknum þar sem Framarar voru þó betri. Staðan markalaus eftir hægan og leiðinlegan fyrri hálfleik. KR-ingar komust svo yfir snemma í þeim síðari þegar Baldur Sigurðsson náði að skora með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni. Almarr Ormarsson jafnaði fyrir Fram með skoti beint úr aukaspyrnu í bláhornið. Báðum liðum gekk erfiðlega að skapa sér alvöru færi og allt stefndi í jafntefli þegar Kjartan Henry tók til sinna ráða, náði flottu skoti á markið og tryggði KR-ingum ansi mikilvægan sigur. Kjartan hafði ekki átt góðan leik en reyndist þó á endanum gulls ígildi. Mikilvægur sigur fyrir KR-inga sem halda áfram sigurgöngu sinni í deildinni undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Framarar geta ekki talist hafa verið lakari aðilinn í kvöld en sárlega skorti þeim bit fram á við. Þeir hafa ekki náð takti í leik sinn og heimamenn þurftu ekki stjörnuframmistöðu til að leggja þá að velli í kvöld. KR – Fram 2-11-0 Baldur Sigurðsson (48.) 1-1 Almarr Ormarsson (65.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (90.) KR-völlurÁhorfendur: 1.246Dómari: Einar Örn Daníelsson 4 Skot (á mark): 12-6 (7-2) Varin skot: Lars 1 – Hannes 4 Horn: 3-11 Aukaspyrnur fengnar: 13-11 Rangstöður: 0-3 KR 4-5-1: Lars Ivar Moldskred 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 4 (90. Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 (75. Egill Jónsson -) Baldur Sigurðsson 8* - Maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Óskar Örn Hauksson 5 Guðjón Baldvinsson 5 (81. Björgólfur Takefusa -)Fram 4-5-1:Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 5 (75. Hörður Björgvin Magnússon -) Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Almarr Ormarsson 7 Josep Tillen 6 (84. Hjálmar Þórarinsson -) Tómas Leifsson 3 (63. Ívar Björnsson 4) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason var hetja KR í kvöld þegar liðið vann Fram í þriðja sinn í sumar. Hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni en KR vann leikinn 2-1. Úrslit kvöldsins voru algjörlega eftir uppskrift Vesturbæinga sem eru skyndilega komnir ansi nálægt toppnum. Þeir eiga leik inni á önnur lið í efri hlutanum og eiga eftir að mæta efstu liðunum. Vonin er því enn til staðar hjá þeim. Staða Framara er algjörlega speglun á stöðu KR-inga. Eftir góða byrjun á sumrinu hjá þeim bláklæddu hafa þeir farið út af sporinu og var tapið í kvöld þeirra fjórða í röð. Þeir eru nú aðeins sex stigum fyrir ofan fallsæti. Leikurinn í kvöld var ansi sveiflukenndur og var baráttan í aðalhlutverki. Í raun er ótrúlegt að ekkert rautt spjald hafi farið á loft í leiknum en Einar Örn Daníelsson, sem er einn af betri dómurum deildarinnar, átti því miður ekki sinn besta dag. KR-ingar fengu einu tvö teljandi færin í fyrri hálfleiknum þar sem Framarar voru þó betri. Staðan markalaus eftir hægan og leiðinlegan fyrri hálfleik. KR-ingar komust svo yfir snemma í þeim síðari þegar Baldur Sigurðsson náði að skora með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni. Almarr Ormarsson jafnaði fyrir Fram með skoti beint úr aukaspyrnu í bláhornið. Báðum liðum gekk erfiðlega að skapa sér alvöru færi og allt stefndi í jafntefli þegar Kjartan Henry tók til sinna ráða, náði flottu skoti á markið og tryggði KR-ingum ansi mikilvægan sigur. Kjartan hafði ekki átt góðan leik en reyndist þó á endanum gulls ígildi. Mikilvægur sigur fyrir KR-inga sem halda áfram sigurgöngu sinni í deildinni undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Framarar geta ekki talist hafa verið lakari aðilinn í kvöld en sárlega skorti þeim bit fram á við. Þeir hafa ekki náð takti í leik sinn og heimamenn þurftu ekki stjörnuframmistöðu til að leggja þá að velli í kvöld. KR – Fram 2-11-0 Baldur Sigurðsson (48.) 1-1 Almarr Ormarsson (65.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (90.) KR-völlurÁhorfendur: 1.246Dómari: Einar Örn Daníelsson 4 Skot (á mark): 12-6 (7-2) Varin skot: Lars 1 – Hannes 4 Horn: 3-11 Aukaspyrnur fengnar: 13-11 Rangstöður: 0-3 KR 4-5-1: Lars Ivar Moldskred 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 4 (90. Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 (75. Egill Jónsson -) Baldur Sigurðsson 8* - Maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Óskar Örn Hauksson 5 Guðjón Baldvinsson 5 (81. Björgólfur Takefusa -)Fram 4-5-1:Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 5 (75. Hörður Björgvin Magnússon -) Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Almarr Ormarsson 7 Josep Tillen 6 (84. Hjálmar Þórarinsson -) Tómas Leifsson 3 (63. Ívar Björnsson 4)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira