Íslenski boltinn

Umfjöllun: KR og Fram á leið í sitthvora áttina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Framarar hafa leikið níu leiki í röð í Frostaskjóli án þess að ná inn sigri.
Framarar hafa leikið níu leiki í röð í Frostaskjóli án þess að ná inn sigri.

Kjartan Henry Finnbogason var hetja KR í kvöld þegar liðið vann Fram í þriðja sinn í sumar. Hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni en KR vann leikinn 2-1.

Úrslit kvöldsins voru algjörlega eftir uppskrift Vesturbæinga sem eru skyndilega komnir ansi nálægt toppnum. Þeir eiga leik inni á önnur lið í efri hlutanum og eiga eftir að mæta efstu liðunum. Vonin er því enn til staðar hjá þeim.

Staða Framara er algjörlega speglun á stöðu KR-inga. Eftir góða byrjun á sumrinu hjá þeim bláklæddu hafa þeir farið út af sporinu og var tapið í kvöld þeirra fjórða í röð. Þeir eru nú aðeins sex stigum fyrir ofan fallsæti.

Leikurinn í kvöld var ansi sveiflukenndur og var baráttan í aðalhlutverki. Í raun er ótrúlegt að ekkert rautt spjald hafi farið á loft í leiknum en Einar Örn Daníelsson, sem er einn af betri dómurum deildarinnar, átti því miður ekki sinn besta dag.

KR-ingar fengu einu tvö teljandi færin í fyrri hálfleiknum þar sem Framarar voru þó betri. Staðan markalaus eftir hægan og leiðinlegan fyrri hálfleik.

KR-ingar komust svo yfir snemma í þeim síðari þegar Baldur Sigurðsson náði að skora með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni. Almarr Ormarsson jafnaði fyrir Fram með skoti beint úr aukaspyrnu í bláhornið.

Báðum liðum gekk erfiðlega að skapa sér alvöru færi og allt stefndi í jafntefli þegar Kjartan Henry tók til sinna ráða, náði flottu skoti á markið og tryggði KR-ingum ansi mikilvægan sigur. Kjartan hafði ekki átt góðan leik en reyndist þó á endanum gulls ígildi.

Mikilvægur sigur fyrir KR-inga sem halda áfram sigurgöngu sinni í deildinni undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Framarar geta ekki talist hafa verið lakari aðilinn í kvöld en sárlega skorti þeim bit fram á við. Þeir hafa ekki náð takti í leik sinn og heimamenn þurftu ekki stjörnuframmistöðu til að leggja þá að velli í kvöld.

KR – Fram 2-1

1-0 Baldur Sigurðsson (48.)

1-1 Almarr Ormarsson (65.)

2-1 Kjartan Henry Finnbogason (90.)

KR-völlur

Áhorfendur: 1.246

Dómari: Einar Örn Daníelsson 4

Skot (á mark): 12-6 (7-2)

Varin skot: Lars 1 –  Hannes 4

Horn: 3-11

Aukaspyrnur fengnar: 13-11

Rangstöður:  0-3

KR 4-5-1:

Lars Ivar Moldskred 6

Skúli Jón Friðgeirsson 7

Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6

Mark Rutgers 6

Jordao Diogo 4

(90. Guðmundur Reynir Gunnarsson -)

Bjarni Guðjónsson 6

Viktor Bjarki Arnarsson 5

(75. Egill Jónsson -)

Baldur Sigurðsson 8* - Maður leiksins

Kjartan Henry Finnbogason 6

Óskar Örn Hauksson 5

Guðjón Baldvinsson 5

(81. Björgólfur Takefusa -)

Fram 4-5-1:

Hannes Þór Halldórsson 6

Jón Orri Ólafsson 6

Kristján Hauksson 5

Jón Guðni Fjóluson 6

Sam Tillen 5

(75. Hörður Björgvin Magnússon -)

Daði Guðmundsson 6

Jón Gunnar Eysteinsson 5

Halldór Hermann Jónsson 6

Almarr Ormarsson 7

Josep Tillen 6

(84. Hjálmar Þórarinsson -)

Tómas Leifsson 3

(63. Ívar Björnsson 4)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×