Umfjöllun: KR og Fram á leið í sitthvora áttina Elvar Geir Magnússon skrifar 19. ágúst 2010 16:25 Framarar hafa leikið níu leiki í röð í Frostaskjóli án þess að ná inn sigri. Kjartan Henry Finnbogason var hetja KR í kvöld þegar liðið vann Fram í þriðja sinn í sumar. Hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni en KR vann leikinn 2-1. Úrslit kvöldsins voru algjörlega eftir uppskrift Vesturbæinga sem eru skyndilega komnir ansi nálægt toppnum. Þeir eiga leik inni á önnur lið í efri hlutanum og eiga eftir að mæta efstu liðunum. Vonin er því enn til staðar hjá þeim. Staða Framara er algjörlega speglun á stöðu KR-inga. Eftir góða byrjun á sumrinu hjá þeim bláklæddu hafa þeir farið út af sporinu og var tapið í kvöld þeirra fjórða í röð. Þeir eru nú aðeins sex stigum fyrir ofan fallsæti. Leikurinn í kvöld var ansi sveiflukenndur og var baráttan í aðalhlutverki. Í raun er ótrúlegt að ekkert rautt spjald hafi farið á loft í leiknum en Einar Örn Daníelsson, sem er einn af betri dómurum deildarinnar, átti því miður ekki sinn besta dag. KR-ingar fengu einu tvö teljandi færin í fyrri hálfleiknum þar sem Framarar voru þó betri. Staðan markalaus eftir hægan og leiðinlegan fyrri hálfleik. KR-ingar komust svo yfir snemma í þeim síðari þegar Baldur Sigurðsson náði að skora með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni. Almarr Ormarsson jafnaði fyrir Fram með skoti beint úr aukaspyrnu í bláhornið. Báðum liðum gekk erfiðlega að skapa sér alvöru færi og allt stefndi í jafntefli þegar Kjartan Henry tók til sinna ráða, náði flottu skoti á markið og tryggði KR-ingum ansi mikilvægan sigur. Kjartan hafði ekki átt góðan leik en reyndist þó á endanum gulls ígildi. Mikilvægur sigur fyrir KR-inga sem halda áfram sigurgöngu sinni í deildinni undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Framarar geta ekki talist hafa verið lakari aðilinn í kvöld en sárlega skorti þeim bit fram á við. Þeir hafa ekki náð takti í leik sinn og heimamenn þurftu ekki stjörnuframmistöðu til að leggja þá að velli í kvöld. KR – Fram 2-11-0 Baldur Sigurðsson (48.) 1-1 Almarr Ormarsson (65.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (90.) KR-völlurÁhorfendur: 1.246Dómari: Einar Örn Daníelsson 4 Skot (á mark): 12-6 (7-2) Varin skot: Lars 1 – Hannes 4 Horn: 3-11 Aukaspyrnur fengnar: 13-11 Rangstöður: 0-3 KR 4-5-1: Lars Ivar Moldskred 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 4 (90. Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 (75. Egill Jónsson -) Baldur Sigurðsson 8* - Maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Óskar Örn Hauksson 5 Guðjón Baldvinsson 5 (81. Björgólfur Takefusa -)Fram 4-5-1:Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 5 (75. Hörður Björgvin Magnússon -) Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Almarr Ormarsson 7 Josep Tillen 6 (84. Hjálmar Þórarinsson -) Tómas Leifsson 3 (63. Ívar Björnsson 4) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason var hetja KR í kvöld þegar liðið vann Fram í þriðja sinn í sumar. Hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni en KR vann leikinn 2-1. Úrslit kvöldsins voru algjörlega eftir uppskrift Vesturbæinga sem eru skyndilega komnir ansi nálægt toppnum. Þeir eiga leik inni á önnur lið í efri hlutanum og eiga eftir að mæta efstu liðunum. Vonin er því enn til staðar hjá þeim. Staða Framara er algjörlega speglun á stöðu KR-inga. Eftir góða byrjun á sumrinu hjá þeim bláklæddu hafa þeir farið út af sporinu og var tapið í kvöld þeirra fjórða í röð. Þeir eru nú aðeins sex stigum fyrir ofan fallsæti. Leikurinn í kvöld var ansi sveiflukenndur og var baráttan í aðalhlutverki. Í raun er ótrúlegt að ekkert rautt spjald hafi farið á loft í leiknum en Einar Örn Daníelsson, sem er einn af betri dómurum deildarinnar, átti því miður ekki sinn besta dag. KR-ingar fengu einu tvö teljandi færin í fyrri hálfleiknum þar sem Framarar voru þó betri. Staðan markalaus eftir hægan og leiðinlegan fyrri hálfleik. KR-ingar komust svo yfir snemma í þeim síðari þegar Baldur Sigurðsson náði að skora með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni. Almarr Ormarsson jafnaði fyrir Fram með skoti beint úr aukaspyrnu í bláhornið. Báðum liðum gekk erfiðlega að skapa sér alvöru færi og allt stefndi í jafntefli þegar Kjartan Henry tók til sinna ráða, náði flottu skoti á markið og tryggði KR-ingum ansi mikilvægan sigur. Kjartan hafði ekki átt góðan leik en reyndist þó á endanum gulls ígildi. Mikilvægur sigur fyrir KR-inga sem halda áfram sigurgöngu sinni í deildinni undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Framarar geta ekki talist hafa verið lakari aðilinn í kvöld en sárlega skorti þeim bit fram á við. Þeir hafa ekki náð takti í leik sinn og heimamenn þurftu ekki stjörnuframmistöðu til að leggja þá að velli í kvöld. KR – Fram 2-11-0 Baldur Sigurðsson (48.) 1-1 Almarr Ormarsson (65.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (90.) KR-völlurÁhorfendur: 1.246Dómari: Einar Örn Daníelsson 4 Skot (á mark): 12-6 (7-2) Varin skot: Lars 1 – Hannes 4 Horn: 3-11 Aukaspyrnur fengnar: 13-11 Rangstöður: 0-3 KR 4-5-1: Lars Ivar Moldskred 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 4 (90. Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 (75. Egill Jónsson -) Baldur Sigurðsson 8* - Maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Óskar Örn Hauksson 5 Guðjón Baldvinsson 5 (81. Björgólfur Takefusa -)Fram 4-5-1:Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 5 (75. Hörður Björgvin Magnússon -) Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Almarr Ormarsson 7 Josep Tillen 6 (84. Hjálmar Þórarinsson -) Tómas Leifsson 3 (63. Ívar Björnsson 4)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira