Íslenski boltinn

Óli Þórðar: Áttum að fá meira út úr leiknum

Stefán Árni Pálsson skrifar

,,Ég er gríðarlega svekktur,  því við áttum að fá meira útúr leiknum hér í kvöld,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir tapið gegn Val í kvöld.

Fylkismenn töpuðu 0-1 gegn Valsmönnum í svokölluðum sex stiga leik í 16.umferð Pepsi-deildar karla.

,,Svona heilt yfir þá fannst mér leikurinn vera mjög svo jafn. Við gáfum of  mikið eftir í síðari hálfleiknum og náðu ekki að setja mark okkar á leikinn. Það sem skilur liðin að er að Valsmenn nýttu þetta eina færi sitt,“ sagði Ólafur.

,,Menn eru oft að taka rangar ákvarðanir þegar þeir komast í dauðafæri og síðan fáum við á okkur mark úr föstu leikatriðið sem skrifast bara á einbeitingarskort hjá mínum mönnum,“ sagði Ólafur.

,,Strákarnir börðust alveg eins og ljón og sköpuðu fullt af færum svo ég sé alveg jákvæða hluti hjá liðinu , en við verðum að fara halda haus í svona leikjum,“ sagði Ólafur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×