Íslenski boltinn

Þorvaldur: Vorum með öll völd í fyrri hálfleik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur með tapið fyrir KR í kvöld. Vesturbæjarliðið tryggði sér sigurinn á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Þetta var fjórði tapleikur Framara í röð en þeir virðast í frjálsu falli sem stendur í deildinni. Þorvaldur var þó sáttur við spilamennsku sinna manna.

„Mér fannst við spila vel í dag og vorum með öll völd í fyrri hálfleik. Við byrjuðum seinni hálfleik skelfilega en samt fannst mér við vera með góð tök á leiknum. Enn og aftur erum við að fá á okkur mörk og náum ekki að klára leikina," sagði Þorvaldur.

KR-ingar vildu fá rautt spjald á Jón Orra Ólafsson þegar hann tæklaði í markvörðinn Lars Ivar Moldsked. Í kjölfarið kom til smá handalögmála og hiti var í mönnnum.

„Ég sá þetta ekki nægilega vel en minn maður á alveg rétt á að fara í boltann. Mér fannst þetta vera 50-50 bolti en þetta er erfið staða fyrir dómarann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×