Umfjöllun: Selfyssingar buðu upp á dramatískan sigur í vígsluleiknum 19. ágúst 2010 16:22 Guðjón Árni Antoníusson og Sævar Þór Gíslason í leiknum í kvöld. Mynd/ÓskarÓ Selfyssingar sýndu ótrúlegan karakter þegar þeir tryggðu sér 3-2 sigur á Keflavík í dramatískum vígsluleik á nýja Selfossgrasinu í kvöld. Keflvíkingar fóru illa með frábæra stöðu í hálfleik en það dugði þeim ekki að vera 2-0 yfir því þeir réðu ekkert við baráttuglaða heimamenn í seinni hálfleiknum. Magnús Þórir Matthíasson kom Keflavík í 1-0 strax á 12. mínútu eftir laglegt þríhyrningaspil við Hörð Sveinsson. Keflvíkingar voru mun sterkari í byrjun leiks og markið kom í beinu framhaldi af góðri byrjun þeirra. Selfyssingar náðu aðeins að rétta úr kútnum þegar á leið hálfleikinn en gestirnir úr Keflavík vpru þéttir og alltaf stórhættulegir í hröðum sóknum sínum. Ein slík skilaði öðru markinu þegar Hörður Sveinsson slapp í gegn eftir stungusendingu Guðmundar Steinarssonar og skoraði í annarri tilraun. Selfyssingar voru þó ekkert á því að gefast upp og komu mjög grimmir inn í seinni hálfleikinn. Það tók þá ekki nema sjö mínútur að minnka muninn. Jón Guðbrandsson skallaði þá aukaspyrnu Jean Stephane YaoYao aftur fyrir sig og yfir Lasse Jörgensen sem kom of seint út úr Keflavíkurmarkinu. Hörður Sveinsson óð í færum í fyrri hálfleik og gat nánast innsiglað sigur Keflavíkur þegar hann komst einn í gegn á 63. mínútu en Jóhann Ólafur Sigurðsson bjargaði þá frábærlega í Selfossmarkinu. Selfyssingar nýttu sér að Keflvíkingar voru værukærir í seinni hálfleik og að gestirnir litu út fyrir að hafa haldið að þetta væri komið þegar liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Varamaðurinn Viðar Örn Kjartansson fiskaði víti á 80. mínútu og Viktor Unnar Illugason steig svellkaldur fram. Viktor skoraði örugglega en var látinn endurtaka spyrnuna þar sem að samherji hans Jean Stephane YaoYao var of fljótur inn í teiginn. Viktor var ekki að láta það hafa áhrif á sig því hann sýndi mikinn kulda í seinna vítinu með því að lyfta boltanum í mitt markið. Viðar Örn var ekki hættur því hann skoraði síðan sigurmarkið sjö mínútum síðar eftir að hafa fengið glæsilega stoðsendingu frá Viktori Unnar Illugasyni. Viðar sýndi mikla yfirvegunum og skoraði af öryggi. Það var líka við hæfi að það skyldi koma í hlut Viðars, sonar Kjartans Björnssonar, að tryggja Selfossi stórglæsilegan sigur í vígsluleiknum. Selfyssingingar buðu því heldur betur upp á eftirminnilegan vígsluleik í kvöld og hver veit nema neistinn sem kviknaði í seinni hálfleik gæti dugað liðinu til að vinna sig út úr gríðarlega erfiðari stöðu í fallbaráttunni. Liðið byrjaði mótið vel og það var gaman að sjá aftur glytta í baráttuna og leikgleðina sem var svo ríkjandi í upphafi móts. Keflvíkingar ollu enn á ný vonbrigðum. Þeir fengu vissulega færin til að vera löngu búnir að gera út um leikinn en værukærðin færðist yfir þá í seinni hálfleik og þetta tap þýðir að Willum Þór Þórsson og lærisveinar hans eru væntanlega endanlega úr leik í toppbaráttunni í sumar. Selfoss-Keflavík 3-2 Selfosssvöllur Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (8) Áhorfendur: 1239Mörkin: 0-1 Magnús Þórir Matthíasson (12.) 0-2 Hörður Sveinsson (37.) 1-2 Jón Guðbrandsson (52.) 2-2 Viktor Unnar Illugason, víti (80.) 3-2 Viðar Örn Kjartansson (87.)Tölfræðin: Skot (á mark): 13-12 (6-8) Varin skot: Jóhann 4 - Lasse 2 Horn: 9-2 Aukaspyrnur fengnar: 8-14 Rangstæður: 10-2Selfoss (4-5-1) Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Martin Dohlsten 5 Jón Guðbrandsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Guðmundur Þórarinsson 6 Gunnar Rafn Borgþórsson 4 (46., Einar Ottó Antonsson 6) Jean Stephane YaoYao 6 Jón Daði Böðvarsson 6 Arilíus Marteinsson 5 (76., Viðar Örn Kjartansson -) Sævar Þór Gíslason 4 (85., Ingi Rafn Ingibergsson -) Viktor Unnar Illugason 7 - Maður leiksinsKeflavík (4-5-1) Lasse Jörgensen 5 Guðjón Árni Antoníusson 5 (86., Andri Steinn Birgisson -) Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 5 Alen Sutej 5 Einar Orri Einarsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Guðmundur Steinarsson 5 (85., Brynjar Guðmundsson -) Magnús Þórir Matthíasson 5 Hörður Sveinsson 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Selfyssingar sýndu ótrúlegan karakter þegar þeir tryggðu sér 3-2 sigur á Keflavík í dramatískum vígsluleik á nýja Selfossgrasinu í kvöld. Keflvíkingar fóru illa með frábæra stöðu í hálfleik en það dugði þeim ekki að vera 2-0 yfir því þeir réðu ekkert við baráttuglaða heimamenn í seinni hálfleiknum. Magnús Þórir Matthíasson kom Keflavík í 1-0 strax á 12. mínútu eftir laglegt þríhyrningaspil við Hörð Sveinsson. Keflvíkingar voru mun sterkari í byrjun leiks og markið kom í beinu framhaldi af góðri byrjun þeirra. Selfyssingar náðu aðeins að rétta úr kútnum þegar á leið hálfleikinn en gestirnir úr Keflavík vpru þéttir og alltaf stórhættulegir í hröðum sóknum sínum. Ein slík skilaði öðru markinu þegar Hörður Sveinsson slapp í gegn eftir stungusendingu Guðmundar Steinarssonar og skoraði í annarri tilraun. Selfyssingar voru þó ekkert á því að gefast upp og komu mjög grimmir inn í seinni hálfleikinn. Það tók þá ekki nema sjö mínútur að minnka muninn. Jón Guðbrandsson skallaði þá aukaspyrnu Jean Stephane YaoYao aftur fyrir sig og yfir Lasse Jörgensen sem kom of seint út úr Keflavíkurmarkinu. Hörður Sveinsson óð í færum í fyrri hálfleik og gat nánast innsiglað sigur Keflavíkur þegar hann komst einn í gegn á 63. mínútu en Jóhann Ólafur Sigurðsson bjargaði þá frábærlega í Selfossmarkinu. Selfyssingar nýttu sér að Keflvíkingar voru værukærir í seinni hálfleik og að gestirnir litu út fyrir að hafa haldið að þetta væri komið þegar liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Varamaðurinn Viðar Örn Kjartansson fiskaði víti á 80. mínútu og Viktor Unnar Illugason steig svellkaldur fram. Viktor skoraði örugglega en var látinn endurtaka spyrnuna þar sem að samherji hans Jean Stephane YaoYao var of fljótur inn í teiginn. Viktor var ekki að láta það hafa áhrif á sig því hann sýndi mikinn kulda í seinna vítinu með því að lyfta boltanum í mitt markið. Viðar Örn var ekki hættur því hann skoraði síðan sigurmarkið sjö mínútum síðar eftir að hafa fengið glæsilega stoðsendingu frá Viktori Unnar Illugasyni. Viðar sýndi mikla yfirvegunum og skoraði af öryggi. Það var líka við hæfi að það skyldi koma í hlut Viðars, sonar Kjartans Björnssonar, að tryggja Selfossi stórglæsilegan sigur í vígsluleiknum. Selfyssingingar buðu því heldur betur upp á eftirminnilegan vígsluleik í kvöld og hver veit nema neistinn sem kviknaði í seinni hálfleik gæti dugað liðinu til að vinna sig út úr gríðarlega erfiðari stöðu í fallbaráttunni. Liðið byrjaði mótið vel og það var gaman að sjá aftur glytta í baráttuna og leikgleðina sem var svo ríkjandi í upphafi móts. Keflvíkingar ollu enn á ný vonbrigðum. Þeir fengu vissulega færin til að vera löngu búnir að gera út um leikinn en værukærðin færðist yfir þá í seinni hálfleik og þetta tap þýðir að Willum Þór Þórsson og lærisveinar hans eru væntanlega endanlega úr leik í toppbaráttunni í sumar. Selfoss-Keflavík 3-2 Selfosssvöllur Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (8) Áhorfendur: 1239Mörkin: 0-1 Magnús Þórir Matthíasson (12.) 0-2 Hörður Sveinsson (37.) 1-2 Jón Guðbrandsson (52.) 2-2 Viktor Unnar Illugason, víti (80.) 3-2 Viðar Örn Kjartansson (87.)Tölfræðin: Skot (á mark): 13-12 (6-8) Varin skot: Jóhann 4 - Lasse 2 Horn: 9-2 Aukaspyrnur fengnar: 8-14 Rangstæður: 10-2Selfoss (4-5-1) Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Martin Dohlsten 5 Jón Guðbrandsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Guðmundur Þórarinsson 6 Gunnar Rafn Borgþórsson 4 (46., Einar Ottó Antonsson 6) Jean Stephane YaoYao 6 Jón Daði Böðvarsson 6 Arilíus Marteinsson 5 (76., Viðar Örn Kjartansson -) Sævar Þór Gíslason 4 (85., Ingi Rafn Ingibergsson -) Viktor Unnar Illugason 7 - Maður leiksinsKeflavík (4-5-1) Lasse Jörgensen 5 Guðjón Árni Antoníusson 5 (86., Andri Steinn Birgisson -) Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 5 Alen Sutej 5 Einar Orri Einarsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Guðmundur Steinarsson 5 (85., Brynjar Guðmundsson -) Magnús Þórir Matthíasson 5 Hörður Sveinsson 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira