Sigurður Ragnar: Helmingurinn af venjulegu byrjunarliði er meiddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2010 16:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistlandi í undankeppni HM sem fara fram 21. og 25. ágúst. Leikirnir munu ráða því hvar íslenska liðið endar í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst áfram í umspilið. „Við erum að fara í úrslitaleik á móti Frökkum á Laugardalsvelli á Menningarnótt. Við teljum það mjög mikilvægt til að ná árangri að við fáum góðan stuðning," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannfundi í dag. „Það eru svolítil forföll í okkar venjulega landsliðshóp. Katrín Ómarsdóttir er meidd en hún tognaði aftan í læri og við söknum sterkra leikmanna sem hafa yfirleitt verið með okkur í landsliðinu og hefði verið gott að hafa í þetta mikilvæga verkefni," sagði Sigurður Ragnar en sagði jafnframt að hann hefði valið 22 sterkustu leikmenn Íslands á þessum tímapunkti. „Við erum að mæta gríðarlega sterku liði og ef við lítum raunhæft á hlutina þá er helmingurinn af okkar venjulega byrjunarliði í landsliðinu meiddar. Við verðum óreyndara lið en oft áður," segir Sigurður Ragnar en hann valdi tvo leikmenn í hópinn sem eru tæpar, landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur sem meiddist í gær og Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur verið meidd að undanförnu. „Það er töluverð óvissa með hvernig við stillum upp liðinu bæði út af Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Við þurfum að sjá á miðvikudag og fimmtudag hvernig þær koma út úr æfingum og svona. Taktík okkar verður alltaf að miðast við hvaða leikmenn eru inn á vellinum hverju sinni," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er á heimavelli á móti Frökkum og Laugardalsvöllurinn hefur reynst íslenska liðinu vel. „Okkur hefur gengið mjög vel hérna á heimavelli. Hér höfum við unnið alla leiki okkar og ekki fengið á okkur mark ennþá. Núna er andstæðingurinn eins og þeir gerast bestir sem er frábær áskorun fyrir okkar lið," sagði Sigurður Ragnar. „Frakklandshópurinn er skipaður geysilega sterkum leikmönnum. Þar á meðal eru átta leikmenn frá Lyon sem fór í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og töpuðu þar í vítaspyrnukeppni. Það eru líka tveir leikmenn sem eru að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni og við vitum að við erum að fara að mæta feykilega sterku liði," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið á enn möguleika á að vinna riðilinn en þá er ekki nóg bara að vinna leikinn á móti Frökkum heldur þarf liðið að vinna upp 0-2 tap úr fyrri leiknum í Frakklandi. „Tölfræðilega er möguleiki á að okkur dugi 2-0 sigur ef við myndum vinna Eista mjög stórt eða að Frakkar myndu misstíga sig í sínum síðasta leik á móti Serbíu. Líklegast þurftum við 3-0 sigur á móti þeim til þess að vinna riðilinn svo framarlega sem við vinnum Eistland síðan í kjölfarið. Þá værum við komin í umspil," sagði Sigurður Ragnar. „Það yrði stórkostlegur árangur ef við myndum ná því að vinna þær 3-0 en það er líka mikilvægt fyrir okkur að hafa það í huga að leikurinn getur skipt mjög miklu máli fyirr okkur upp á styrkleikaröðun fyrir næstu Evrópukeppni," sagði Sigurður Ragnar sem lagðist í útreikning fyirr blaðamannafundinn. „Samkvæmt mínum úteikningum myndi það duga okkur að vinna Frakka til þess að verða í efsta styrkleikaflokki ef næsta EM fer fram í Svíþjóð en ekki í Hollandi. Þá myndum við sleppa við allar sterkustu þjóðirnar. Leikurinn hefur því líka mikið vægi fyrir okkur upp á framtíð liðsins," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistlandi í undankeppni HM sem fara fram 21. og 25. ágúst. Leikirnir munu ráða því hvar íslenska liðið endar í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst áfram í umspilið. „Við erum að fara í úrslitaleik á móti Frökkum á Laugardalsvelli á Menningarnótt. Við teljum það mjög mikilvægt til að ná árangri að við fáum góðan stuðning," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannfundi í dag. „Það eru svolítil forföll í okkar venjulega landsliðshóp. Katrín Ómarsdóttir er meidd en hún tognaði aftan í læri og við söknum sterkra leikmanna sem hafa yfirleitt verið með okkur í landsliðinu og hefði verið gott að hafa í þetta mikilvæga verkefni," sagði Sigurður Ragnar en sagði jafnframt að hann hefði valið 22 sterkustu leikmenn Íslands á þessum tímapunkti. „Við erum að mæta gríðarlega sterku liði og ef við lítum raunhæft á hlutina þá er helmingurinn af okkar venjulega byrjunarliði í landsliðinu meiddar. Við verðum óreyndara lið en oft áður," segir Sigurður Ragnar en hann valdi tvo leikmenn í hópinn sem eru tæpar, landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur sem meiddist í gær og Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur verið meidd að undanförnu. „Það er töluverð óvissa með hvernig við stillum upp liðinu bæði út af Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Við þurfum að sjá á miðvikudag og fimmtudag hvernig þær koma út úr æfingum og svona. Taktík okkar verður alltaf að miðast við hvaða leikmenn eru inn á vellinum hverju sinni," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er á heimavelli á móti Frökkum og Laugardalsvöllurinn hefur reynst íslenska liðinu vel. „Okkur hefur gengið mjög vel hérna á heimavelli. Hér höfum við unnið alla leiki okkar og ekki fengið á okkur mark ennþá. Núna er andstæðingurinn eins og þeir gerast bestir sem er frábær áskorun fyrir okkar lið," sagði Sigurður Ragnar. „Frakklandshópurinn er skipaður geysilega sterkum leikmönnum. Þar á meðal eru átta leikmenn frá Lyon sem fór í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og töpuðu þar í vítaspyrnukeppni. Það eru líka tveir leikmenn sem eru að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni og við vitum að við erum að fara að mæta feykilega sterku liði," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið á enn möguleika á að vinna riðilinn en þá er ekki nóg bara að vinna leikinn á móti Frökkum heldur þarf liðið að vinna upp 0-2 tap úr fyrri leiknum í Frakklandi. „Tölfræðilega er möguleiki á að okkur dugi 2-0 sigur ef við myndum vinna Eista mjög stórt eða að Frakkar myndu misstíga sig í sínum síðasta leik á móti Serbíu. Líklegast þurftum við 3-0 sigur á móti þeim til þess að vinna riðilinn svo framarlega sem við vinnum Eistland síðan í kjölfarið. Þá værum við komin í umspil," sagði Sigurður Ragnar. „Það yrði stórkostlegur árangur ef við myndum ná því að vinna þær 3-0 en það er líka mikilvægt fyrir okkur að hafa það í huga að leikurinn getur skipt mjög miklu máli fyirr okkur upp á styrkleikaröðun fyrir næstu Evrópukeppni," sagði Sigurður Ragnar sem lagðist í útreikning fyirr blaðamannafundinn. „Samkvæmt mínum úteikningum myndi það duga okkur að vinna Frakka til þess að verða í efsta styrkleikaflokki ef næsta EM fer fram í Svíþjóð en ekki í Hollandi. Þá myndum við sleppa við allar sterkustu þjóðirnar. Leikurinn hefur því líka mikið vægi fyrir okkur upp á framtíð liðsins," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira