Strípalingurinn er ekki KR-ingur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2010 19:45 Strípalingurinn er hér leiddur af velli. Ekki liggur fyrir með hvaða liði hann heldur. Mynd/Daníel Eftirminnileg uppákoma varð undir lok bikarúrslitaleiks FH og KR um helgina þegar maður klæddur sundskýlu einni fata hljóp inn á völlinn með neyðarblys í hendi. Talað hefur verið um að maðurinn hafi verið stuðningsmaður KR en Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir það ekki rétt að maðurinn styðji KR í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér. Yfirlýsing Kristins Kjærnested: Ég vil fyrir hönd stjórnar knattspyrnudeildar KR þakka þeim fjölmörgu sem lögðu okkur lið vegna úrslitaleik Visa-bikarins síðastliðinn laugardag. Því miður þá endaði dagurinn ekki vel fyrir okkur KR-inga en hamingjuóskum til FH-inga er hér með komið áleiðis. Þeir eru verðugir VISA-bikarhafar 2010. Okkur finnst ómakleg umfjöllun nokkurra fjölmiðla í svokölluðum meintum ólátum þar sem að sumir hverjir setja alla stuðningsmenn KR undir sök fárra einstaklinga. Okkur þykir mjög leitt hvernig örfáir einstaklingar höguðu sér undir lok leiksins. Það er t.a.m. með öllu óásættanlegt að kveikt hafið verið á blysum undir lok leiksins en stjórn deildarinnar, framkvæmdarstjóri og formaður KR-klúbbsins ítrekuðu margsinnis að meðferð flugelda/blysa væri (eins og öllum ætti að vera kunnugt um) stranglega bönnuð og gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir félagið og jafnvel enn verra, verið mikil slysahætta fyrir hinn almenna stuðningsmann í stúkunni. Ábyrgð félagsins getur hinsvegar ekki verið takmarkalaus en við klárlega fordæmum gjörninginn. KR-ingar hafa alltaf reynt eftir fremsta megni að koma heiðarlega fram og það er klárt mál að 99% stuðningsmanna voru félaginu til mikils sóma, nú sem endranær. Þess skal svo einnig getið að svokallaður strípalingur og hlaupagikkur er ekki KR-ingur en ku hafa búsetu við bæjarmörkin. Við vitum ekki til þess að nokkur einustu átök hafi komið upp á milli stuðningsmanna liðanna en öll samskipti hafa þar ávallt verið til fyrirmyndar. Harðræði var að sögn beitt að leik loknum af yfirvöldum gegn örfáum stuðningsmönnum okkar. Tilefnislaust að margra mati sem voru nærri og algjörlega óþarft en knattspyrnudeild KR ætlar þar til gerðum yfirvöldum ekki annað en að þeir hafa verið að sinna sínum skyldum. Við KR-ingar erum öllu vanir og þrátt fyrir vonbrigðin höldum við reisn, mætum tilbúnir í síðasta þriðjung Íslandsmótsins, sameinaðir, allir sem einn ! Guð blessi Ísland .... og KR. Með baráttu og KR-kveðjum, Kristinn Kjærnested Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Eftirminnileg uppákoma varð undir lok bikarúrslitaleiks FH og KR um helgina þegar maður klæddur sundskýlu einni fata hljóp inn á völlinn með neyðarblys í hendi. Talað hefur verið um að maðurinn hafi verið stuðningsmaður KR en Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir það ekki rétt að maðurinn styðji KR í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér. Yfirlýsing Kristins Kjærnested: Ég vil fyrir hönd stjórnar knattspyrnudeildar KR þakka þeim fjölmörgu sem lögðu okkur lið vegna úrslitaleik Visa-bikarins síðastliðinn laugardag. Því miður þá endaði dagurinn ekki vel fyrir okkur KR-inga en hamingjuóskum til FH-inga er hér með komið áleiðis. Þeir eru verðugir VISA-bikarhafar 2010. Okkur finnst ómakleg umfjöllun nokkurra fjölmiðla í svokölluðum meintum ólátum þar sem að sumir hverjir setja alla stuðningsmenn KR undir sök fárra einstaklinga. Okkur þykir mjög leitt hvernig örfáir einstaklingar höguðu sér undir lok leiksins. Það er t.a.m. með öllu óásættanlegt að kveikt hafið verið á blysum undir lok leiksins en stjórn deildarinnar, framkvæmdarstjóri og formaður KR-klúbbsins ítrekuðu margsinnis að meðferð flugelda/blysa væri (eins og öllum ætti að vera kunnugt um) stranglega bönnuð og gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir félagið og jafnvel enn verra, verið mikil slysahætta fyrir hinn almenna stuðningsmann í stúkunni. Ábyrgð félagsins getur hinsvegar ekki verið takmarkalaus en við klárlega fordæmum gjörninginn. KR-ingar hafa alltaf reynt eftir fremsta megni að koma heiðarlega fram og það er klárt mál að 99% stuðningsmanna voru félaginu til mikils sóma, nú sem endranær. Þess skal svo einnig getið að svokallaður strípalingur og hlaupagikkur er ekki KR-ingur en ku hafa búsetu við bæjarmörkin. Við vitum ekki til þess að nokkur einustu átök hafi komið upp á milli stuðningsmanna liðanna en öll samskipti hafa þar ávallt verið til fyrirmyndar. Harðræði var að sögn beitt að leik loknum af yfirvöldum gegn örfáum stuðningsmönnum okkar. Tilefnislaust að margra mati sem voru nærri og algjörlega óþarft en knattspyrnudeild KR ætlar þar til gerðum yfirvöldum ekki annað en að þeir hafa verið að sinna sínum skyldum. Við KR-ingar erum öllu vanir og þrátt fyrir vonbrigðin höldum við reisn, mætum tilbúnir í síðasta þriðjung Íslandsmótsins, sameinaðir, allir sem einn ! Guð blessi Ísland .... og KR. Með baráttu og KR-kveðjum, Kristinn Kjærnested
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira