Kristján Ómar: Höfum fengið virðingu frá liðum í sumar en ekki stigin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2010 22:13 Haukamaðurinn Kristján Ómar Björnsson. Haukar sitja einir á botni Pepsi-deildar karla og eru ekki enn búnir að ná að vinna leik þrátt fyrir að það sé komið fram í sextándu umferð. Haukar töpuðu 0-5 á "heimavelli sínum" á Vodafone-vellinum í kvöld. „Þetta fór mjög illa. Vendipunkturinn í leiknum var að ná ekki að skora úr þessu víti. Við byrjuðum seinni hálfleikinn sterkt og vorum með smá byr í seglunum. Ég er viss um að vítið hefði komið okkur inn í leikinn en í staðinn fáum við á okkur þriðja markið í andlitið og þá kemur uppgjöf í liðið," sagði Haukamaðurinn Kristján Ómar Björnsson. Guðjón Pétur Lýðsson, besti maður Hauka, átti möguleika á að minnka muninn í 2-1 á 52. mínútu en lét þá Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar verja frá víti. „Þeir ganga á lagið og spila ljótasta en hugsanlega árangursríkasta fótboltann í deildinni þegar hann virkar hjá þeim. Það er ekki fallegur fótbolti sem gefur stig og þeir sýndu það í dag," sagði Kristján Ómar. „Við vorum búnir að missa einbeitinguna í lokin sem var skiljanlegt þar sem við vorum komnir með þrjú mörk í andlitið og erum lið sem er ekki búið að vinna leik," sagði Kristján. „Við opnuðum seinni hálfleikinn sterkt eftir frekar slakan fyrri hálfleik hjá báðum liðum. Tempóið í fyrri hálfleik var mjög dapurt en okkur tekst alltaf einhvern veginn að fá á okkur mörk. Það er uppskrift að því að tapa leikjum," sagði Kristján og bætti við: „Við erum svona í sömu hringeykjunni og náum ekki að vinna okkur út úr því," sagði Kristján Ómar. „Fyrir mótið horfði ég alltaf á þetta sem 22 leiki fyrir þennan hóp og þetta félag til þess að ná sér í reynslu í efstu deild. Það eru enn fimm leikir eftir eða einn fjórði af mótinu. Það er enn möguleiki til þessað ná sér í dýrmæta reynslu upp á seinni tíma. Þetta er ekki eitthvað eins árs prógram hjá okkur. Þetta er hluti af lærdómskúrfunni hjá félaginu í því að festa sig í sessi í deildinni," sagði Kristján. „Við höfum sýnt góða kafla í sumar og fengið virðingu frá liðum en ekki stigin," sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Haukar sitja einir á botni Pepsi-deildar karla og eru ekki enn búnir að ná að vinna leik þrátt fyrir að það sé komið fram í sextándu umferð. Haukar töpuðu 0-5 á "heimavelli sínum" á Vodafone-vellinum í kvöld. „Þetta fór mjög illa. Vendipunkturinn í leiknum var að ná ekki að skora úr þessu víti. Við byrjuðum seinni hálfleikinn sterkt og vorum með smá byr í seglunum. Ég er viss um að vítið hefði komið okkur inn í leikinn en í staðinn fáum við á okkur þriðja markið í andlitið og þá kemur uppgjöf í liðið," sagði Haukamaðurinn Kristján Ómar Björnsson. Guðjón Pétur Lýðsson, besti maður Hauka, átti möguleika á að minnka muninn í 2-1 á 52. mínútu en lét þá Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar verja frá víti. „Þeir ganga á lagið og spila ljótasta en hugsanlega árangursríkasta fótboltann í deildinni þegar hann virkar hjá þeim. Það er ekki fallegur fótbolti sem gefur stig og þeir sýndu það í dag," sagði Kristján Ómar. „Við vorum búnir að missa einbeitinguna í lokin sem var skiljanlegt þar sem við vorum komnir með þrjú mörk í andlitið og erum lið sem er ekki búið að vinna leik," sagði Kristján. „Við opnuðum seinni hálfleikinn sterkt eftir frekar slakan fyrri hálfleik hjá báðum liðum. Tempóið í fyrri hálfleik var mjög dapurt en okkur tekst alltaf einhvern veginn að fá á okkur mörk. Það er uppskrift að því að tapa leikjum," sagði Kristján og bætti við: „Við erum svona í sömu hringeykjunni og náum ekki að vinna okkur út úr því," sagði Kristján Ómar. „Fyrir mótið horfði ég alltaf á þetta sem 22 leiki fyrir þennan hóp og þetta félag til þess að ná sér í reynslu í efstu deild. Það eru enn fimm leikir eftir eða einn fjórði af mótinu. Það er enn möguleiki til þessað ná sér í dýrmæta reynslu upp á seinni tíma. Þetta er ekki eitthvað eins árs prógram hjá okkur. Þetta er hluti af lærdómskúrfunni hjá félaginu í því að festa sig í sessi í deildinni," sagði Kristján. „Við höfum sýnt góða kafla í sumar og fengið virðingu frá liðum en ekki stigin," sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira